Endaði alveg óvart í fyrsta sæti hlaupsins Snærós Sindradóttir skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Hrafnkell Hjörleifsson sigurvegari maraþonsins hefur aldrei hlaupið svo langt hlaup áður. Fréttablaðið/pjetur „Ég bjóst aldrei í lífinu við að vinna þetta,“ segir Hrafnkell Hjörleifsson, fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Hrafnkell hljóp á tveimur tímum, 55 mínútum og sex sekúndum. Hrafnkell ákvað í janúar að taka þátt í maraþoninu og æfði nokkuð stíft fyrir hlaupið. Á æfingatímabilinu hljóp hann lengst þrjátíu kílómetra. „Allt umfram það var ókannað svæði,“ segir hann. „Svo kem ég í mark og fæ miða sem segir að ég eigi að koma í verðlaunaafhendingu því samkvæmt bráðabirgðaúrslitum hafi ég unnið til verðlauna. Ég hafði á bakvið eyrað að þessi tími myndi mögulega duga mér í þriðja sætið.“ Kynnir maraþonsins segir þá að verið sé að bíða eftir fyrsta Íslendingnum í mark en leiðréttir sig þegar hann sér að Hrafnkell var kominn yfir endalínuna. „Ég hélt þetta væri einhver villa í kerfinu. Svo bara kom í ljós að þetta var ekki villa.“Hrafnkell á harðahlaupum.Mynd/Egill Árni GuðnasonHrafnkell segir að markmiðið hafi verið að hlaupa maraþonið á þremur klukkustundum. „Ég er svo sem ekki mikill hlaupari en er ágætur í að pína mig áfram umfram einhver þægindi.“ Hann segist ekki hafa lent á hinum fræga vegg sem maraþonhlauparar tala stundum um að þurfi að yfirstíga eftir ákveðið langt hlaup. „Eftir því sem leið á var þetta bara smávegis erfiðara, hvert skref aðeins þyngra. Það var mótvindur þegar ég var kominn út á nes. Sá kafli var kannski hvað erfiðastur.“ Hrafnkell segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann ætli að halda hlaupunum áfram. „Ég get ekki toppað þetta. Þó ég myndi æfa mig eins og dýr fram að næsta hlaupi þá gæti ég kannski bætt tíma minn en mjög ólíklega varið titilinn. Í aðra röndina finnst mér eins og toppnum sé náð og maður eigi bara að hætta en svo freistar líka að hlaupa hraðar, betur og meira.“ Aðspurður hvort hann hafi fagnað þegar sigurinn var ljós segir hann: „Já, ég át ýmsa hluti sem ég borða ekki venjulega og fékk mér nokkra bjóra. Ég held að það fái ýmislegt að flakka þessa vikuna. Það er Megavika að byrja á Domino's á morgun svo ég er mjög spenntur fyrir því“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
„Ég bjóst aldrei í lífinu við að vinna þetta,“ segir Hrafnkell Hjörleifsson, fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Hrafnkell hljóp á tveimur tímum, 55 mínútum og sex sekúndum. Hrafnkell ákvað í janúar að taka þátt í maraþoninu og æfði nokkuð stíft fyrir hlaupið. Á æfingatímabilinu hljóp hann lengst þrjátíu kílómetra. „Allt umfram það var ókannað svæði,“ segir hann. „Svo kem ég í mark og fæ miða sem segir að ég eigi að koma í verðlaunaafhendingu því samkvæmt bráðabirgðaúrslitum hafi ég unnið til verðlauna. Ég hafði á bakvið eyrað að þessi tími myndi mögulega duga mér í þriðja sætið.“ Kynnir maraþonsins segir þá að verið sé að bíða eftir fyrsta Íslendingnum í mark en leiðréttir sig þegar hann sér að Hrafnkell var kominn yfir endalínuna. „Ég hélt þetta væri einhver villa í kerfinu. Svo bara kom í ljós að þetta var ekki villa.“Hrafnkell á harðahlaupum.Mynd/Egill Árni GuðnasonHrafnkell segir að markmiðið hafi verið að hlaupa maraþonið á þremur klukkustundum. „Ég er svo sem ekki mikill hlaupari en er ágætur í að pína mig áfram umfram einhver þægindi.“ Hann segist ekki hafa lent á hinum fræga vegg sem maraþonhlauparar tala stundum um að þurfi að yfirstíga eftir ákveðið langt hlaup. „Eftir því sem leið á var þetta bara smávegis erfiðara, hvert skref aðeins þyngra. Það var mótvindur þegar ég var kominn út á nes. Sá kafli var kannski hvað erfiðastur.“ Hrafnkell segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann ætli að halda hlaupunum áfram. „Ég get ekki toppað þetta. Þó ég myndi æfa mig eins og dýr fram að næsta hlaupi þá gæti ég kannski bætt tíma minn en mjög ólíklega varið titilinn. Í aðra röndina finnst mér eins og toppnum sé náð og maður eigi bara að hætta en svo freistar líka að hlaupa hraðar, betur og meira.“ Aðspurður hvort hann hafi fagnað þegar sigurinn var ljós segir hann: „Já, ég át ýmsa hluti sem ég borða ekki venjulega og fékk mér nokkra bjóra. Ég held að það fái ýmislegt að flakka þessa vikuna. Það er Megavika að byrja á Domino's á morgun svo ég er mjög spenntur fyrir því“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira