Endaði alveg óvart í fyrsta sæti hlaupsins Snærós Sindradóttir skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Hrafnkell Hjörleifsson sigurvegari maraþonsins hefur aldrei hlaupið svo langt hlaup áður. Fréttablaðið/pjetur „Ég bjóst aldrei í lífinu við að vinna þetta,“ segir Hrafnkell Hjörleifsson, fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Hrafnkell hljóp á tveimur tímum, 55 mínútum og sex sekúndum. Hrafnkell ákvað í janúar að taka þátt í maraþoninu og æfði nokkuð stíft fyrir hlaupið. Á æfingatímabilinu hljóp hann lengst þrjátíu kílómetra. „Allt umfram það var ókannað svæði,“ segir hann. „Svo kem ég í mark og fæ miða sem segir að ég eigi að koma í verðlaunaafhendingu því samkvæmt bráðabirgðaúrslitum hafi ég unnið til verðlauna. Ég hafði á bakvið eyrað að þessi tími myndi mögulega duga mér í þriðja sætið.“ Kynnir maraþonsins segir þá að verið sé að bíða eftir fyrsta Íslendingnum í mark en leiðréttir sig þegar hann sér að Hrafnkell var kominn yfir endalínuna. „Ég hélt þetta væri einhver villa í kerfinu. Svo bara kom í ljós að þetta var ekki villa.“Hrafnkell á harðahlaupum.Mynd/Egill Árni GuðnasonHrafnkell segir að markmiðið hafi verið að hlaupa maraþonið á þremur klukkustundum. „Ég er svo sem ekki mikill hlaupari en er ágætur í að pína mig áfram umfram einhver þægindi.“ Hann segist ekki hafa lent á hinum fræga vegg sem maraþonhlauparar tala stundum um að þurfi að yfirstíga eftir ákveðið langt hlaup. „Eftir því sem leið á var þetta bara smávegis erfiðara, hvert skref aðeins þyngra. Það var mótvindur þegar ég var kominn út á nes. Sá kafli var kannski hvað erfiðastur.“ Hrafnkell segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann ætli að halda hlaupunum áfram. „Ég get ekki toppað þetta. Þó ég myndi æfa mig eins og dýr fram að næsta hlaupi þá gæti ég kannski bætt tíma minn en mjög ólíklega varið titilinn. Í aðra röndina finnst mér eins og toppnum sé náð og maður eigi bara að hætta en svo freistar líka að hlaupa hraðar, betur og meira.“ Aðspurður hvort hann hafi fagnað þegar sigurinn var ljós segir hann: „Já, ég át ýmsa hluti sem ég borða ekki venjulega og fékk mér nokkra bjóra. Ég held að það fái ýmislegt að flakka þessa vikuna. Það er Megavika að byrja á Domino's á morgun svo ég er mjög spenntur fyrir því“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
„Ég bjóst aldrei í lífinu við að vinna þetta,“ segir Hrafnkell Hjörleifsson, fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Hrafnkell hljóp á tveimur tímum, 55 mínútum og sex sekúndum. Hrafnkell ákvað í janúar að taka þátt í maraþoninu og æfði nokkuð stíft fyrir hlaupið. Á æfingatímabilinu hljóp hann lengst þrjátíu kílómetra. „Allt umfram það var ókannað svæði,“ segir hann. „Svo kem ég í mark og fæ miða sem segir að ég eigi að koma í verðlaunaafhendingu því samkvæmt bráðabirgðaúrslitum hafi ég unnið til verðlauna. Ég hafði á bakvið eyrað að þessi tími myndi mögulega duga mér í þriðja sætið.“ Kynnir maraþonsins segir þá að verið sé að bíða eftir fyrsta Íslendingnum í mark en leiðréttir sig þegar hann sér að Hrafnkell var kominn yfir endalínuna. „Ég hélt þetta væri einhver villa í kerfinu. Svo bara kom í ljós að þetta var ekki villa.“Hrafnkell á harðahlaupum.Mynd/Egill Árni GuðnasonHrafnkell segir að markmiðið hafi verið að hlaupa maraþonið á þremur klukkustundum. „Ég er svo sem ekki mikill hlaupari en er ágætur í að pína mig áfram umfram einhver þægindi.“ Hann segist ekki hafa lent á hinum fræga vegg sem maraþonhlauparar tala stundum um að þurfi að yfirstíga eftir ákveðið langt hlaup. „Eftir því sem leið á var þetta bara smávegis erfiðara, hvert skref aðeins þyngra. Það var mótvindur þegar ég var kominn út á nes. Sá kafli var kannski hvað erfiðastur.“ Hrafnkell segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann ætli að halda hlaupunum áfram. „Ég get ekki toppað þetta. Þó ég myndi æfa mig eins og dýr fram að næsta hlaupi þá gæti ég kannski bætt tíma minn en mjög ólíklega varið titilinn. Í aðra röndina finnst mér eins og toppnum sé náð og maður eigi bara að hætta en svo freistar líka að hlaupa hraðar, betur og meira.“ Aðspurður hvort hann hafi fagnað þegar sigurinn var ljós segir hann: „Já, ég át ýmsa hluti sem ég borða ekki venjulega og fékk mér nokkra bjóra. Ég held að það fái ýmislegt að flakka þessa vikuna. Það er Megavika að byrja á Domino's á morgun svo ég er mjög spenntur fyrir því“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira