Þetta er ekkert hættulegt Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. júní 2015 10:00 Vísir/Ernir „Ég hef undanfarin ár glímt við andlega erfiðleika og vandamál og hef því ekki stundað vinnu. Ég hef reynt að stunda fjarnám, og það hefur gengið misvel. Undanfarna fjóra mánuði hef ég verið í svokallaðri Listasmiðju í Hlutverkasetri og þetta er afraksturinn, sem við opnum nú hér um helgina í Gerðubergi,“ segir Þórey Svana Þórisdóttir en hún er ein tuttugu og fjögurra listamanna sem unnið hafa verk á sýninguna Sanna ásjónu sem opnaði í Gerðubergi í gær og stendur til 28. ágúst næstkomandi. Þórey segir listasmiðjuna hafa gjörbreytt sínum aðstæðum. „Ég er búin að vera í fjóra mánuði í Hlutverkasetri. Ég upplifi miklar breytingar á lífi mínu. Félagsleg einangrun, sem hér áður var algjör í mínu tilviki, er ekki lengur og svo hef ég fengið þetta tækifæri til þess að læra að nýta sköpunarkraft minn í listinni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á listum, en ég hef átt erfitt með að koma mér af stað og þora. En starf Hlutverkaseturs snýst að miklu leyti um þetta – að kenna manni að stíga skrefið. Það er ekkert hættulegt.“ Á sýningunni eru fjölbreytt myndverk eftir tuttugu og fjóra listamenn, eins og áður segir, unnin í Hlutverkasetri. Við opnunina flutti leiklistarhópur Hlutverkaseturs gjörning. Stjórnandi þess hóps er Edna Lupita. Myndlistarkennararnir Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir hafa leitt vinnustofurnar síðastliðin fimm ár. Þær hafa það að markmiði að ýta undir listræna hæfileika með markvissri hvatningu og er sýningin afrakstur þannig verkefnis. „Ég ætla að halda áfram að mæta í Hlutverkasetur og halda áfram í listinni. Svo verður bara tíminn að leiða í ljós hvert stefnan verður tekin,“ segir Þórey að lokum og hlær. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Ég hef undanfarin ár glímt við andlega erfiðleika og vandamál og hef því ekki stundað vinnu. Ég hef reynt að stunda fjarnám, og það hefur gengið misvel. Undanfarna fjóra mánuði hef ég verið í svokallaðri Listasmiðju í Hlutverkasetri og þetta er afraksturinn, sem við opnum nú hér um helgina í Gerðubergi,“ segir Þórey Svana Þórisdóttir en hún er ein tuttugu og fjögurra listamanna sem unnið hafa verk á sýninguna Sanna ásjónu sem opnaði í Gerðubergi í gær og stendur til 28. ágúst næstkomandi. Þórey segir listasmiðjuna hafa gjörbreytt sínum aðstæðum. „Ég er búin að vera í fjóra mánuði í Hlutverkasetri. Ég upplifi miklar breytingar á lífi mínu. Félagsleg einangrun, sem hér áður var algjör í mínu tilviki, er ekki lengur og svo hef ég fengið þetta tækifæri til þess að læra að nýta sköpunarkraft minn í listinni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á listum, en ég hef átt erfitt með að koma mér af stað og þora. En starf Hlutverkaseturs snýst að miklu leyti um þetta – að kenna manni að stíga skrefið. Það er ekkert hættulegt.“ Á sýningunni eru fjölbreytt myndverk eftir tuttugu og fjóra listamenn, eins og áður segir, unnin í Hlutverkasetri. Við opnunina flutti leiklistarhópur Hlutverkaseturs gjörning. Stjórnandi þess hóps er Edna Lupita. Myndlistarkennararnir Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir hafa leitt vinnustofurnar síðastliðin fimm ár. Þær hafa það að markmiði að ýta undir listræna hæfileika með markvissri hvatningu og er sýningin afrakstur þannig verkefnis. „Ég ætla að halda áfram að mæta í Hlutverkasetur og halda áfram í listinni. Svo verður bara tíminn að leiða í ljós hvert stefnan verður tekin,“ segir Þórey að lokum og hlær.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein