Innlent

Tolli boðar til mannfagnaðar

Tolli Morthens  var gestur  Viktoríu Hermannsdóttur  og  Ólafar Skaftadóttir  í  Föstudagsviðtalinu , sem hægt er að hlusta á í heild sinni  hér



Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, pólítík og fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma.



Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er Tolli nýbúinn að gefa út bókina Icelandic Artscapes.

„Þetta hefur verið draumur lengi. Okkur langaði að búa til hughrif með málverkunum og texta sem ég skrifaði þegar ég var í klaustri. Þessi bók, mér finnst hún öðruvísi.”





Tolli heldur áfram og segir bókina hverfast um hvaða áhrif hver landsfjórðungur hefur haft á hans myndlist.

„Ég hafði aldrei pælt í því en þegar ég fór að vinna þetta þá sá maður að karakter landsfjórðunganna er mjög mismunandi og skilar sér á mjög mismunandi hátt í myndunum mínum.”

Tolli býður öllum Íslendingum til mannfagnaðar til að fagna heilsunni og bókinni. „Þetta er að Hólmaslóð 2 úti á Granda klukkan tvö í dag. Það eru allir velkomnir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×