Færeyingar urðu meistarar þróunarlanda í handbolta í dag eftir þriggja marka sigur, 27-24, á Lettum í úrslitaleik mótsins, en mótið fór fram í Kósovó.
Frændþjóð okkar, Færeyingar, kom öllum á óvart og urðu þeir fyrstu meistararnir í þessari tilraun evrópska handknattleikssambandsins.
Gestgjafarnir í Kósóvó lentu í þriðja sæti eftir sigur á Úrúgvæ í leiknum um bronsið, en lokatölur urðu 28-16. Eistland hirti svo fimmta sætið eftir fjögurra marka sigur á Moldóvíu, 37-33.
Trondur Kragesteen var valinn leikmaður mótsins, en hann spilaði með meisturunum í Færeyjum. Dimitrov Svetlin var markahæsti leikmaður mótsins, en hann skoraði 64 mörk. Hér fyrir neðan má sjá alla lokaniðurstöðina.
Lokaniðurstaðan:
1. Færeyjar
2. Lettland
3. Kósóvó
4. Úrúgvæ
5. Eistland
6. Móldóvía
7. Kamerún
8. Malat
9. Bretland
10. Kína
11. Búlgaría
12. Ástralía
13. Írland
14. Albanía
15. Andorra
16. Armenía
Færeyjar meistarar þróunarlanda í handbolta
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


