Innlent

Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn fór yfir án þess að hafa fengið grænt ljós.
Maðurinn fór yfir án þess að hafa fengið grænt ljós. Vísir/GVA
Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í morgun. Maðurinn var að fara yfir ljósastýrða gangbraut, án þess að nota búnaðinn og fór gegn rauðu gangbrautarljósi. Ökumaður sem átti leið hjá stöðvaði á hægri akrein, þrátt fyrir að umferðarljósið væri grænt.

Maðurinn gekk þá af stað og varð fyrir bíl sem ekið var á vinstri akrein.

Lögreglan í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að það geti reynst stórhættulegt að stöðva við gangbraut án þess að ljósið sé rautt. Sömuleiðis það að ganga yfir gangbraut án þess að nota búnaðinn.

Maðurinn, sem komst næstum því yfir götuna, lenti á vinstra framhorni bílsins og skall í götuna. Það blæddi úr höndum hans og bólgnaði hann mikið á annarri hendinni. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og gekk hann sjálfur um borð í sjúkrabílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×