Innlent

Maður fannst látinn á herbergi sínu á Hótel Örk

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn fannst látinn á Hótel Örk á laugardagskvöld.
Maðurinn fannst látinn á Hótel Örk á laugardagskvöld. Vísir
Íslenskur karlmaður fannst á laugardagskvöld látinn á herbergi sínu á Hótel Örk í Hveragerði. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi fundist látinn á hótelinu um helgina. Sveinn segir ekkert benda til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Talið er að um veikindi hafi verið að ræða.

Á vef RÚV kemur fram að innvortis áverkar hafi komið í ljós við krufningu mannsins. Sveinn Kristján gat ekki gefið nánari skýringar á því en lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×