Lífið

Vann tvöhundruð þúsund í hlustaðu á hljóðið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sverrir og Ósk stýra Morgunþættinum.
Sverrir og Ósk stýra Morgunþættinum.
Skarpur hlustandi FM957 varð 205.000 krónum ríkari í morgun þegar hann hafði laukrétt fyrir sér í liðnum Hlustaðu á hljóðið.

Reglulega yfir daginn spilar stöðin hljóðupptöku og getur einn hlustandi á klukkustund hringt inn og giskað á hvað það sé sem í heyrist. Hafi hann rétt fyrir sér vinnur hann sér inn peninga. Potturinn byrjar í tuttuguþúsund krónum og stækkar um fimmþúsund í hvert skipti sem einhver hefur rangt fyrir sér.

Að þessu sinni var það hinn sultuslaki Brynjar sem giskaði rétt en hljóðið sem var spilað var snakk að brotna. Enginn hafði getað rétt í liðnum í þrjá daga og hlaut Brynjar því að launum rúmlega tvöhundruðþúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.