Innlent

Ný stjórn Vöku

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórn Vöku.
Stjórn Vöku.
Aðalfundur Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, fór fram á fimmtudaginn síðasta. Þar var kosið í stöður innan stjórnar félagsins sem og um tilnefningar í stöður innan Stúdentaráðs. Vaka fékk 17 af 27 kjörnum einstaklingum inn í Stúdentaráð í kosningum til Stúdentaráðs í síðastliðnum febrúar.

Stjórn Vöku er svo skipuð: Formaður: Egill Þór Jónsson, félagsfræðinemi. Varaformaður: Silja Rán Guðmundsdóttir, sálfræðinemi. Gjaldkeri: Laufey Rún Þorsteinsdóttir, landfræðinemi. Ritari: Bergþór Bergsson, laganemi. Útgáfustjóri: Hilmar Örn Hergeirsson, hugbúnaðarverkfræðinemi. Skemmtanastýra: Halldóra Fanney Jónsdóttir, félagsráðgjafarnemi. Meðstjórnendur: Elín Margrét Böðvarsdóttir, stjórnmálafræðinemi. Eiður Smári Haralds Eiðsson, laganemi. Guðmundur Snæbjörnsson, laganemi. Inga María Árnadóttir, hjúkrunarfræðinemi. Tinna Níelsdóttir, ferðamálafræðinemi. Tómas Ingi Shelton, sagnfræðinemi.

Tilnefningar til Stúdentaráðs: Oddviti: Aron Ólafsson, ferðamálafræðinemi. Varaformaður: Áslaug Björnsdóttir, laganemi. Hagsmuna og lánasjóðsfulltrúi: Tryggvi Másson, viðskiptafræðinemi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöku, sem fagnaði 80 ára afmæli sínu í ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×