Innlent

Staðgreiddi Benz og viku síðar var honum stolið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Ég staðgreiddi bílinn fyrir rúmri viku síðan. Það tók mig langan tíma að safna mér fyrir honum en verðmæti hans er um 2,2 milljónir. “
"Ég staðgreiddi bílinn fyrir rúmri viku síðan. Það tók mig langan tíma að safna mér fyrir honum en verðmæti hans er um 2,2 milljónir. “
Snæfríður Sól Snorradóttir, 26 ára Reykjavíkurmær, varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að Benz bifreið hennar var stolið fyrir utan veitingastað í Hafnarstræti í gærkvöldi. Bíllinn er ófundinn en Snæfríður hefur tilkynnt um stuldinn til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

„Ég staðgreiddi bílinn fyrir rúmri viku síðan. Það tók mig langan tíma að safna mér fyrir honum en verðmæti hans er um 2,2 milljónir. Það er það sem gerir þetta sérstaklega leiðinlegt,“ segir Snæfríður Sól í samtali við Vísi.

Um er að ræða silfraðan Mercedez Benz frá árinu 2005 en númerið á honum er VM-181. Snæfríður deildi mynd af bílnum og sagði frá atvikinu leiðinlega á Facebook í þeirri von um að einhver hefði orðið var við bílinn.

Bíllyklarnir teknir úr töskunni

Snæfríður hélt í miðbæ Reykjavíkur í gær til að fá sér að borða á Dirty Burger and Ribs við Austurstræti. Hún lagði bílnum við Hafnarstræti og rölti þaðan yfir á veitingastaðinn. Hún lagði töskuna sína frá sér á bekknum þar sem hún sat á meðan hún snæddi matinn. Eftir að hafa nært sig gekk hún áleiðis í Hafnarstræti en greip í tómt.

„Lyklarnir voru ofarlega á töskunni og margt um manninn þarna inni, þannig að lyklunum hefur verið kippt af töskunni. Bíllinn var svo horfinn þegar ég kom til baka,“ segir hún.

Snæfríður biðlar til allra sem telja sig hafa vitneskju um bílinn að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×