Þriðjungur rekstrartekna Hörpu fer í fasteignagjöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Fasteignamat Hörpu er 17 milljarðar samkvæmt Þjóðskrá. Fréttablaðið/Valgarður „Það er öllum mönnum ljóst sem þekkja til eðlilegs fyrirtækjareksturs að ef þú ert að borga rúmlega þriðjung tekna þinna í fasteignagjöld þá stendur reksturinn ekki undir sér,“ sagði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði síðastliðinn þriðjudag kröfu Hörpu um að úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá maí 2012 verði gerður ógildur. Samkvæmt úrskurði matsnefndarinnar á Harpa að greiða um 380 milljónir í fasteignagjöld í ár en rekstrartekjur Hörpu voru rétt yfir einum milljarði. Fasteignamat Hörpu árið 2011 var 17 milljarðar króna samkvæmt Þjóðskrá og miðað var við byggingarkostnað. Stjórn Hörpu taldi að matið ætti að vera um sjö milljarðar, byggt á rekstrarkostnaði hússins, og kærðu niðurstöðu Þjóðskrár til yfirfasteignamatsnefndar. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði gert við niðurstöðu héraðsdóms. „Stjórnin kemur saman í vikunni og mun ræða hvernig skal bregðast við. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun,“ sagði Halldór. „Það er algerlega ljóst að þetta er vandamál eigenda hússins. Það sjá það allir Íslendingar að aðsókn í húsið er að aukast, það eru um 480 tónleikar á ári og það er orðið miðlægt í menningarlífi þjóðarinnar. Eigendurnir sjá það og hljóta því að vilja leggja húsinu lið ef þess þarf,“ sagði hann. „Við munum bara horfast í augu við þetta. Ég lít ekki á þetta sem eitthvað dramatískt, bara sem úrlausnarefni.“ Ríkið og Reykjavíkurborg eru eigendur Hörpu. Ríkið á 54 prósent í Hörpu og borgin 46 prósent. Eigendurnir leggja Hörpu til fjármagn til að standa undir ákveðnum þáttum í rekstri hússins. „Borgin ásamt ríkinu er að greiða samtals um milljarð í rekstur Hörpu en það fjármagn á að fara í niðurgreiðslu lána,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. „Síðan er borgin að taka þátt í rekstri sinfóníunnar en að öðru leyti á rekstur Hörpu að standa undir sér,“ segir Dagur. „Harpa er frábært hús en eitt dýrasta hús landsins og menn gleyma því oft að hún líkt og allur annar rekstur er að greiða ýmis gjöld. Harpa borgar til dæmis launagjöld og virðisaukaskatt,“ segir hann. Dagur segir að beðið verði eftir ákvörðun stjórnar Hörpu um áfrýjun áður en næstu skref verða ákveðin.°„Við viljum að stjórn Hörpu sjái alfarið um að taka ákvarðanir um alla meðferð fyrir dómstólum.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það er öllum mönnum ljóst sem þekkja til eðlilegs fyrirtækjareksturs að ef þú ert að borga rúmlega þriðjung tekna þinna í fasteignagjöld þá stendur reksturinn ekki undir sér,“ sagði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði síðastliðinn þriðjudag kröfu Hörpu um að úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá maí 2012 verði gerður ógildur. Samkvæmt úrskurði matsnefndarinnar á Harpa að greiða um 380 milljónir í fasteignagjöld í ár en rekstrartekjur Hörpu voru rétt yfir einum milljarði. Fasteignamat Hörpu árið 2011 var 17 milljarðar króna samkvæmt Þjóðskrá og miðað var við byggingarkostnað. Stjórn Hörpu taldi að matið ætti að vera um sjö milljarðar, byggt á rekstrarkostnaði hússins, og kærðu niðurstöðu Þjóðskrár til yfirfasteignamatsnefndar. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði gert við niðurstöðu héraðsdóms. „Stjórnin kemur saman í vikunni og mun ræða hvernig skal bregðast við. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun,“ sagði Halldór. „Það er algerlega ljóst að þetta er vandamál eigenda hússins. Það sjá það allir Íslendingar að aðsókn í húsið er að aukast, það eru um 480 tónleikar á ári og það er orðið miðlægt í menningarlífi þjóðarinnar. Eigendurnir sjá það og hljóta því að vilja leggja húsinu lið ef þess þarf,“ sagði hann. „Við munum bara horfast í augu við þetta. Ég lít ekki á þetta sem eitthvað dramatískt, bara sem úrlausnarefni.“ Ríkið og Reykjavíkurborg eru eigendur Hörpu. Ríkið á 54 prósent í Hörpu og borgin 46 prósent. Eigendurnir leggja Hörpu til fjármagn til að standa undir ákveðnum þáttum í rekstri hússins. „Borgin ásamt ríkinu er að greiða samtals um milljarð í rekstur Hörpu en það fjármagn á að fara í niðurgreiðslu lána,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. „Síðan er borgin að taka þátt í rekstri sinfóníunnar en að öðru leyti á rekstur Hörpu að standa undir sér,“ segir Dagur. „Harpa er frábært hús en eitt dýrasta hús landsins og menn gleyma því oft að hún líkt og allur annar rekstur er að greiða ýmis gjöld. Harpa borgar til dæmis launagjöld og virðisaukaskatt,“ segir hann. Dagur segir að beðið verði eftir ákvörðun stjórnar Hörpu um áfrýjun áður en næstu skref verða ákveðin.°„Við viljum að stjórn Hörpu sjái alfarið um að taka ákvarðanir um alla meðferð fyrir dómstólum.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira