Þriðjungur rekstrartekna Hörpu fer í fasteignagjöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Fasteignamat Hörpu er 17 milljarðar samkvæmt Þjóðskrá. Fréttablaðið/Valgarður „Það er öllum mönnum ljóst sem þekkja til eðlilegs fyrirtækjareksturs að ef þú ert að borga rúmlega þriðjung tekna þinna í fasteignagjöld þá stendur reksturinn ekki undir sér,“ sagði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði síðastliðinn þriðjudag kröfu Hörpu um að úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá maí 2012 verði gerður ógildur. Samkvæmt úrskurði matsnefndarinnar á Harpa að greiða um 380 milljónir í fasteignagjöld í ár en rekstrartekjur Hörpu voru rétt yfir einum milljarði. Fasteignamat Hörpu árið 2011 var 17 milljarðar króna samkvæmt Þjóðskrá og miðað var við byggingarkostnað. Stjórn Hörpu taldi að matið ætti að vera um sjö milljarðar, byggt á rekstrarkostnaði hússins, og kærðu niðurstöðu Þjóðskrár til yfirfasteignamatsnefndar. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði gert við niðurstöðu héraðsdóms. „Stjórnin kemur saman í vikunni og mun ræða hvernig skal bregðast við. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun,“ sagði Halldór. „Það er algerlega ljóst að þetta er vandamál eigenda hússins. Það sjá það allir Íslendingar að aðsókn í húsið er að aukast, það eru um 480 tónleikar á ári og það er orðið miðlægt í menningarlífi þjóðarinnar. Eigendurnir sjá það og hljóta því að vilja leggja húsinu lið ef þess þarf,“ sagði hann. „Við munum bara horfast í augu við þetta. Ég lít ekki á þetta sem eitthvað dramatískt, bara sem úrlausnarefni.“ Ríkið og Reykjavíkurborg eru eigendur Hörpu. Ríkið á 54 prósent í Hörpu og borgin 46 prósent. Eigendurnir leggja Hörpu til fjármagn til að standa undir ákveðnum þáttum í rekstri hússins. „Borgin ásamt ríkinu er að greiða samtals um milljarð í rekstur Hörpu en það fjármagn á að fara í niðurgreiðslu lána,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. „Síðan er borgin að taka þátt í rekstri sinfóníunnar en að öðru leyti á rekstur Hörpu að standa undir sér,“ segir Dagur. „Harpa er frábært hús en eitt dýrasta hús landsins og menn gleyma því oft að hún líkt og allur annar rekstur er að greiða ýmis gjöld. Harpa borgar til dæmis launagjöld og virðisaukaskatt,“ segir hann. Dagur segir að beðið verði eftir ákvörðun stjórnar Hörpu um áfrýjun áður en næstu skref verða ákveðin.°„Við viljum að stjórn Hörpu sjái alfarið um að taka ákvarðanir um alla meðferð fyrir dómstólum.“ Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Það er öllum mönnum ljóst sem þekkja til eðlilegs fyrirtækjareksturs að ef þú ert að borga rúmlega þriðjung tekna þinna í fasteignagjöld þá stendur reksturinn ekki undir sér,“ sagði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði síðastliðinn þriðjudag kröfu Hörpu um að úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá maí 2012 verði gerður ógildur. Samkvæmt úrskurði matsnefndarinnar á Harpa að greiða um 380 milljónir í fasteignagjöld í ár en rekstrartekjur Hörpu voru rétt yfir einum milljarði. Fasteignamat Hörpu árið 2011 var 17 milljarðar króna samkvæmt Þjóðskrá og miðað var við byggingarkostnað. Stjórn Hörpu taldi að matið ætti að vera um sjö milljarðar, byggt á rekstrarkostnaði hússins, og kærðu niðurstöðu Þjóðskrár til yfirfasteignamatsnefndar. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði gert við niðurstöðu héraðsdóms. „Stjórnin kemur saman í vikunni og mun ræða hvernig skal bregðast við. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun,“ sagði Halldór. „Það er algerlega ljóst að þetta er vandamál eigenda hússins. Það sjá það allir Íslendingar að aðsókn í húsið er að aukast, það eru um 480 tónleikar á ári og það er orðið miðlægt í menningarlífi þjóðarinnar. Eigendurnir sjá það og hljóta því að vilja leggja húsinu lið ef þess þarf,“ sagði hann. „Við munum bara horfast í augu við þetta. Ég lít ekki á þetta sem eitthvað dramatískt, bara sem úrlausnarefni.“ Ríkið og Reykjavíkurborg eru eigendur Hörpu. Ríkið á 54 prósent í Hörpu og borgin 46 prósent. Eigendurnir leggja Hörpu til fjármagn til að standa undir ákveðnum þáttum í rekstri hússins. „Borgin ásamt ríkinu er að greiða samtals um milljarð í rekstur Hörpu en það fjármagn á að fara í niðurgreiðslu lána,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. „Síðan er borgin að taka þátt í rekstri sinfóníunnar en að öðru leyti á rekstur Hörpu að standa undir sér,“ segir Dagur. „Harpa er frábært hús en eitt dýrasta hús landsins og menn gleyma því oft að hún líkt og allur annar rekstur er að greiða ýmis gjöld. Harpa borgar til dæmis launagjöld og virðisaukaskatt,“ segir hann. Dagur segir að beðið verði eftir ákvörðun stjórnar Hörpu um áfrýjun áður en næstu skref verða ákveðin.°„Við viljum að stjórn Hörpu sjái alfarið um að taka ákvarðanir um alla meðferð fyrir dómstólum.“
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira