Hælisleitendur sækja um gjafsókn í auknum mæli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2015 14:02 Frá málþinginu í dag. Vísir/GVA „Gjafsóknir eru mikilvægur hlekkur í því að greiða fyrir aðgangi almennings að dómstólum,“ sagði Ása Ólafsdóttir, dósent og formaður gjafsóknarnefndar, á hátíðarmálþingi Orators í Háskóla Íslands í dag þar sem hún fjallaði um gjafsóknarreglur sem eru í gildi. Reglurnar hafa verið nær óbreyttar í áratugaskeið. Ása vísaði sérstaklega til þess að greiða eigi götur efnaminni að dómstólum til að fá óháðan aðila til að greiða úr málum. „Það eru ekki allir sem geta kostað það að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum,“ sagði hún. Allir hælisleitendur samþykktir Sem dæmi um þennan hóp eru hælisleitendur en sprenging hefur orðið í umsóknum þeirra til nefndarinnar síðustu ár en enn sem komið er hefur engum hælisleitanda verið synjað. „Það hefur orðið gríðarleg fjölgun um umsóknir hælisleitanda,” sagði hún á fundinum sem sagði að mjög margir hælisleitendur hefðu sótt um á síðustu árum. Reglur um gjafsókn eru í grunninn einfaldar en í dag er miðað við að fólk með tekjur undir ákveðnu viðmiði geti fengið gjafsókn og ef að málin hafi almenna þýðingu; með öðrum orðum eru fordæmisgefandi. Lágt viðmið Viðmiðin um hámarkstekjur eru þó ansi lágar og eru fæstir Íslendingar sem geta sótt um á þeim grundvelli. Miðað er við að árstekjur einstaklinga fari ekki umfram tvær milljónir króna. Markið er svo lágt að bætur frá félagsþjónustu geta numið hærri upphæð. Hafi viðkomandi umsækjandi gengið í hjúskap mega fjölskyldutekjur ekki fara umfram þrjár milljónir. Svo má draga 250 þúsund krónur frá fyrir hvert barn. Gjafsóknarnefndin er þó ekki alráð þegar kemur að því að veita einstaklingum gjafsókn eða gjafvörn fyrir íslenskum dómstólum. Ráðherra getur synjað jákvæðri umsögn gjafsóknarnefndarinnar en getur ekki snúið við neikvæðri umsögn. Ráðherra getur því sjálfur ákveðið að hafna umsækjanda um gjafnsókn jafnvel þó að nefndin hafi talið ástæðu til að veita gjafsóknina. „En það hefur aldrei gerst,“ sagði Ása. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
„Gjafsóknir eru mikilvægur hlekkur í því að greiða fyrir aðgangi almennings að dómstólum,“ sagði Ása Ólafsdóttir, dósent og formaður gjafsóknarnefndar, á hátíðarmálþingi Orators í Háskóla Íslands í dag þar sem hún fjallaði um gjafsóknarreglur sem eru í gildi. Reglurnar hafa verið nær óbreyttar í áratugaskeið. Ása vísaði sérstaklega til þess að greiða eigi götur efnaminni að dómstólum til að fá óháðan aðila til að greiða úr málum. „Það eru ekki allir sem geta kostað það að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum,“ sagði hún. Allir hælisleitendur samþykktir Sem dæmi um þennan hóp eru hælisleitendur en sprenging hefur orðið í umsóknum þeirra til nefndarinnar síðustu ár en enn sem komið er hefur engum hælisleitanda verið synjað. „Það hefur orðið gríðarleg fjölgun um umsóknir hælisleitanda,” sagði hún á fundinum sem sagði að mjög margir hælisleitendur hefðu sótt um á síðustu árum. Reglur um gjafsókn eru í grunninn einfaldar en í dag er miðað við að fólk með tekjur undir ákveðnu viðmiði geti fengið gjafsókn og ef að málin hafi almenna þýðingu; með öðrum orðum eru fordæmisgefandi. Lágt viðmið Viðmiðin um hámarkstekjur eru þó ansi lágar og eru fæstir Íslendingar sem geta sótt um á þeim grundvelli. Miðað er við að árstekjur einstaklinga fari ekki umfram tvær milljónir króna. Markið er svo lágt að bætur frá félagsþjónustu geta numið hærri upphæð. Hafi viðkomandi umsækjandi gengið í hjúskap mega fjölskyldutekjur ekki fara umfram þrjár milljónir. Svo má draga 250 þúsund krónur frá fyrir hvert barn. Gjafsóknarnefndin er þó ekki alráð þegar kemur að því að veita einstaklingum gjafsókn eða gjafvörn fyrir íslenskum dómstólum. Ráðherra getur synjað jákvæðri umsögn gjafsóknarnefndarinnar en getur ekki snúið við neikvæðri umsögn. Ráðherra getur því sjálfur ákveðið að hafna umsækjanda um gjafnsókn jafnvel þó að nefndin hafi talið ástæðu til að veita gjafsóknina. „En það hefur aldrei gerst,“ sagði Ása.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira