Viðskipti innlent

Já með „notendaprófanir“ á UTmessunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá sýningarrýmy Já.
Frá sýningarrýmy Já.
Á UTmessunni sem stendur nú yfir í Hörpu er Já með opnar notendaprófanir eða svokallað „live lab“. Markmið Já með opnum notendaprófunum er að þróa Já.is vefinn í samvinnu við notendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Já.

Helstu tækni- og tölvufyrirtæki taka þátt í UTmessunni, sem er einn stærsti viðburður ársins í tæknigeiranum hérlendis. Í dag gefst almenningi tækifæri til að heimsækja sýningarsvæðið.

„Tilgangur Já með þátttöku á UT messunni er að fræða fagfólk og sýningargesti um það hvernig best er hægt að nýta þjónustu Já í daglegu lífi. Markmið Já er að auðvelda dagleg samskipti í lífi fólks og er það haft að leiðarljósi í allri nýsköpun fyrirtækisins,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir, Vöru- og viðskiptastjóri hjá Já, í tilkynningunni.

Á UT messunni kynnir Já einnig forritunarkeppni undir yfirskriftinni AppKapp sem fer fram í vor. Þátttakendum gefst tækifæri til að forrita app sem notar upplýsingar úr API eða öðrum gagnasöfnun Já. Appið getur verið fyrir farsíma, símstöðvar, vefsíður, úr og gleraugu.

Þá segir þar að nýr vefur Já.is muni líta dagsins ljós á næstu vikum.

„Það skiptir sköpum fyrir Já að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar þar sem en er mikill skortur á tölvumenntuðu fólki hérlendis. Það er hagur Já að hvetja sem flesta, konur og karla, að velja upplýsingatæknigeirann sem framtíðarstarfsvettvang. Á UT messunni gefst fólki tækifæri til að sjá hvernig tækni tengist á fjölbreyttan hátt einstaklingum, fyrirtækjum og samfélaginu,“ segir Margrét.

Um 94% Íslendinga eru skráðir á Já.is og um 60-70 þúsund stakir notendur heimsækja síðuna á virku degi og rúmlega 500 þúsund á mánuði. Rúmlega 60 þúsund manns hafa náð í Já.is appið og opna um 20 þúsund notendur appið í hverri viku um 60 þúsund sinnum.

Meðal helstu nýjunga á nýrri vefsíðu Já.is er hraðari og aðgengilegri leit, betri uppsetning á vörumerkjasíðum og ný fyrirtækjasíða Já hf. Auk þess er búið að uppfæra útlit vefsins.

Almenningur getur skoðað sýningarsvæði UTmessunnar í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×