Frelsi. Hvað svo? Elísabet Kristjánsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Nokkuð hefur verið fjallað um endurkomutíðni í íslensk fangelsi og að hlutfall þeirra sem lenda í fangelsi að nýju hér á landi sé sennilega nokkuð hærra en gerist hjá nágrannaþjóð eins og Noregi. Í nýlegri rannsókn Hildar Hlöðversdóttur um félagslegan bakgrunn fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun kom fram að 53,7% aðspurðra voru í fangelsi oftar en einu sinni og yfir 35% voru þar í þriðja sinn eða oftar. Sennilega er endurkomutíðni allra lægst í Noregi en aðeins 16% þeirra sem ljúka afplánun í opna fangelsinu á Bastøy snúa í fangelsi að nýju en um 20% þegar litið er á landið í heild.Aðstoð til að snúa við blaðinu Margt bendir til þess að fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipti höfuðmáli um hvort einstaklingurinn nær að fóta sig í samfélagi frjálsra manna og að eftirfylgni, eftir að betrunarvist lýkur, sé nauðsynleg eigi meðferð sem hefur farið fram í fangelsi að hafa langtímaáhrif. Mörgum getur reynst erfitt að bera sig eftir aðstoð eða þjónustu hins opinbera eftir að hafa verið aðgreindir frá samfélaginu. Einnig hafa margir þurft að yfirgefa fyrri félagsskap til að hefja nýtt líf.Stuðningsfélagi eftir afplánun Fyrir tíu árum setti Rauði krossinn í Noregi á fót sjálfboðaverkefnið Stuðningsfélagi eftir afplánun (Nettverk etter soning). Markmiðið með sjálfboðaverkefninu er að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem hafa lokið afplánun í fangelsi og eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið aftur. Þar hefur sérstaklega verið horft til þess hóps fanga sem hefur ekki sterkt félagslegt net í kringum sig og þarf stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu að nýju. Í forgrunni eru þarfir og óskir þátttakenda á þeirra forsendum enda ekki meðferð heldur stuðningur sem veittur er af sjálfboðaliðum við að mynda félagsleg tengsl og taka þátt í hinu hversdagslega lífi. Þannig fæst jákvæð upplifun við að lifa hefðbundnu lífi sem og eiga jákvæða upplifun á frístundum auk þess að byggja hægt og bítandi upp nýtt félagslegt net.Liður í að fækka endurkomum Sjálfboðaverkefni Rauða krossins í Skandinavíu hafa tengt aðstoð í fangelsum við aðstoð að lokinni afplánun. Þannig hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Danmörku aðstoðað fanga við heimanám í fangelsum en jafnframt haldið áfram stuðningnum þegar út er komið. Þá hefur Rauði krossinn í Ósló staðið fyrir verkefninu Red Bike sem lýkur með hjólakeppni vistmanna, starfsmanna og sjálfboðaliða en teygir jafnframt anga sína út fyrir fangelsið með hjólreiðaferðum að afplánun lokinni. Á þennan hátt er bæði hvatt til annars konar þjálfunar innan veggja fangelsanna en einnig lagður grunnur að heilbrigðri útivist sem stutt er við eftir afplánun með reglulegum ferðum út í náttúruna mönnuðum sjálfboðaliða sem aðstoðar. Samfélagsleg ábyrgð Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman, ásamt félagasamtökum eins og Rauða krossinum, til að minnka endurkomur í fangelsin. Þörf er á ríkulegum stuðningi eftir að afplánun lýkur til þess að gera þeim sem settir hafa verið á hliðarlínuna, og þrá betra líf, kleift að verða hluti af samfélaginu. Það er samfélagslega hagkvæmt og sparar fjármuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um endurkomutíðni í íslensk fangelsi og að hlutfall þeirra sem lenda í fangelsi að nýju hér á landi sé sennilega nokkuð hærra en gerist hjá nágrannaþjóð eins og Noregi. Í nýlegri rannsókn Hildar Hlöðversdóttur um félagslegan bakgrunn fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun kom fram að 53,7% aðspurðra voru í fangelsi oftar en einu sinni og yfir 35% voru þar í þriðja sinn eða oftar. Sennilega er endurkomutíðni allra lægst í Noregi en aðeins 16% þeirra sem ljúka afplánun í opna fangelsinu á Bastøy snúa í fangelsi að nýju en um 20% þegar litið er á landið í heild.Aðstoð til að snúa við blaðinu Margt bendir til þess að fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipti höfuðmáli um hvort einstaklingurinn nær að fóta sig í samfélagi frjálsra manna og að eftirfylgni, eftir að betrunarvist lýkur, sé nauðsynleg eigi meðferð sem hefur farið fram í fangelsi að hafa langtímaáhrif. Mörgum getur reynst erfitt að bera sig eftir aðstoð eða þjónustu hins opinbera eftir að hafa verið aðgreindir frá samfélaginu. Einnig hafa margir þurft að yfirgefa fyrri félagsskap til að hefja nýtt líf.Stuðningsfélagi eftir afplánun Fyrir tíu árum setti Rauði krossinn í Noregi á fót sjálfboðaverkefnið Stuðningsfélagi eftir afplánun (Nettverk etter soning). Markmiðið með sjálfboðaverkefninu er að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem hafa lokið afplánun í fangelsi og eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið aftur. Þar hefur sérstaklega verið horft til þess hóps fanga sem hefur ekki sterkt félagslegt net í kringum sig og þarf stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu að nýju. Í forgrunni eru þarfir og óskir þátttakenda á þeirra forsendum enda ekki meðferð heldur stuðningur sem veittur er af sjálfboðaliðum við að mynda félagsleg tengsl og taka þátt í hinu hversdagslega lífi. Þannig fæst jákvæð upplifun við að lifa hefðbundnu lífi sem og eiga jákvæða upplifun á frístundum auk þess að byggja hægt og bítandi upp nýtt félagslegt net.Liður í að fækka endurkomum Sjálfboðaverkefni Rauða krossins í Skandinavíu hafa tengt aðstoð í fangelsum við aðstoð að lokinni afplánun. Þannig hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Danmörku aðstoðað fanga við heimanám í fangelsum en jafnframt haldið áfram stuðningnum þegar út er komið. Þá hefur Rauði krossinn í Ósló staðið fyrir verkefninu Red Bike sem lýkur með hjólakeppni vistmanna, starfsmanna og sjálfboðaliða en teygir jafnframt anga sína út fyrir fangelsið með hjólreiðaferðum að afplánun lokinni. Á þennan hátt er bæði hvatt til annars konar þjálfunar innan veggja fangelsanna en einnig lagður grunnur að heilbrigðri útivist sem stutt er við eftir afplánun með reglulegum ferðum út í náttúruna mönnuðum sjálfboðaliða sem aðstoðar. Samfélagsleg ábyrgð Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman, ásamt félagasamtökum eins og Rauða krossinum, til að minnka endurkomur í fangelsin. Þörf er á ríkulegum stuðningi eftir að afplánun lýkur til þess að gera þeim sem settir hafa verið á hliðarlínuna, og þrá betra líf, kleift að verða hluti af samfélaginu. Það er samfélagslega hagkvæmt og sparar fjármuni.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar