Frelsi. Hvað svo? Elísabet Kristjánsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Nokkuð hefur verið fjallað um endurkomutíðni í íslensk fangelsi og að hlutfall þeirra sem lenda í fangelsi að nýju hér á landi sé sennilega nokkuð hærra en gerist hjá nágrannaþjóð eins og Noregi. Í nýlegri rannsókn Hildar Hlöðversdóttur um félagslegan bakgrunn fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun kom fram að 53,7% aðspurðra voru í fangelsi oftar en einu sinni og yfir 35% voru þar í þriðja sinn eða oftar. Sennilega er endurkomutíðni allra lægst í Noregi en aðeins 16% þeirra sem ljúka afplánun í opna fangelsinu á Bastøy snúa í fangelsi að nýju en um 20% þegar litið er á landið í heild.Aðstoð til að snúa við blaðinu Margt bendir til þess að fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipti höfuðmáli um hvort einstaklingurinn nær að fóta sig í samfélagi frjálsra manna og að eftirfylgni, eftir að betrunarvist lýkur, sé nauðsynleg eigi meðferð sem hefur farið fram í fangelsi að hafa langtímaáhrif. Mörgum getur reynst erfitt að bera sig eftir aðstoð eða þjónustu hins opinbera eftir að hafa verið aðgreindir frá samfélaginu. Einnig hafa margir þurft að yfirgefa fyrri félagsskap til að hefja nýtt líf.Stuðningsfélagi eftir afplánun Fyrir tíu árum setti Rauði krossinn í Noregi á fót sjálfboðaverkefnið Stuðningsfélagi eftir afplánun (Nettverk etter soning). Markmiðið með sjálfboðaverkefninu er að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem hafa lokið afplánun í fangelsi og eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið aftur. Þar hefur sérstaklega verið horft til þess hóps fanga sem hefur ekki sterkt félagslegt net í kringum sig og þarf stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu að nýju. Í forgrunni eru þarfir og óskir þátttakenda á þeirra forsendum enda ekki meðferð heldur stuðningur sem veittur er af sjálfboðaliðum við að mynda félagsleg tengsl og taka þátt í hinu hversdagslega lífi. Þannig fæst jákvæð upplifun við að lifa hefðbundnu lífi sem og eiga jákvæða upplifun á frístundum auk þess að byggja hægt og bítandi upp nýtt félagslegt net.Liður í að fækka endurkomum Sjálfboðaverkefni Rauða krossins í Skandinavíu hafa tengt aðstoð í fangelsum við aðstoð að lokinni afplánun. Þannig hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Danmörku aðstoðað fanga við heimanám í fangelsum en jafnframt haldið áfram stuðningnum þegar út er komið. Þá hefur Rauði krossinn í Ósló staðið fyrir verkefninu Red Bike sem lýkur með hjólakeppni vistmanna, starfsmanna og sjálfboðaliða en teygir jafnframt anga sína út fyrir fangelsið með hjólreiðaferðum að afplánun lokinni. Á þennan hátt er bæði hvatt til annars konar þjálfunar innan veggja fangelsanna en einnig lagður grunnur að heilbrigðri útivist sem stutt er við eftir afplánun með reglulegum ferðum út í náttúruna mönnuðum sjálfboðaliða sem aðstoðar. Samfélagsleg ábyrgð Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman, ásamt félagasamtökum eins og Rauða krossinum, til að minnka endurkomur í fangelsin. Þörf er á ríkulegum stuðningi eftir að afplánun lýkur til þess að gera þeim sem settir hafa verið á hliðarlínuna, og þrá betra líf, kleift að verða hluti af samfélaginu. Það er samfélagslega hagkvæmt og sparar fjármuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um endurkomutíðni í íslensk fangelsi og að hlutfall þeirra sem lenda í fangelsi að nýju hér á landi sé sennilega nokkuð hærra en gerist hjá nágrannaþjóð eins og Noregi. Í nýlegri rannsókn Hildar Hlöðversdóttur um félagslegan bakgrunn fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun kom fram að 53,7% aðspurðra voru í fangelsi oftar en einu sinni og yfir 35% voru þar í þriðja sinn eða oftar. Sennilega er endurkomutíðni allra lægst í Noregi en aðeins 16% þeirra sem ljúka afplánun í opna fangelsinu á Bastøy snúa í fangelsi að nýju en um 20% þegar litið er á landið í heild.Aðstoð til að snúa við blaðinu Margt bendir til þess að fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipti höfuðmáli um hvort einstaklingurinn nær að fóta sig í samfélagi frjálsra manna og að eftirfylgni, eftir að betrunarvist lýkur, sé nauðsynleg eigi meðferð sem hefur farið fram í fangelsi að hafa langtímaáhrif. Mörgum getur reynst erfitt að bera sig eftir aðstoð eða þjónustu hins opinbera eftir að hafa verið aðgreindir frá samfélaginu. Einnig hafa margir þurft að yfirgefa fyrri félagsskap til að hefja nýtt líf.Stuðningsfélagi eftir afplánun Fyrir tíu árum setti Rauði krossinn í Noregi á fót sjálfboðaverkefnið Stuðningsfélagi eftir afplánun (Nettverk etter soning). Markmiðið með sjálfboðaverkefninu er að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem hafa lokið afplánun í fangelsi og eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið aftur. Þar hefur sérstaklega verið horft til þess hóps fanga sem hefur ekki sterkt félagslegt net í kringum sig og þarf stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu að nýju. Í forgrunni eru þarfir og óskir þátttakenda á þeirra forsendum enda ekki meðferð heldur stuðningur sem veittur er af sjálfboðaliðum við að mynda félagsleg tengsl og taka þátt í hinu hversdagslega lífi. Þannig fæst jákvæð upplifun við að lifa hefðbundnu lífi sem og eiga jákvæða upplifun á frístundum auk þess að byggja hægt og bítandi upp nýtt félagslegt net.Liður í að fækka endurkomum Sjálfboðaverkefni Rauða krossins í Skandinavíu hafa tengt aðstoð í fangelsum við aðstoð að lokinni afplánun. Þannig hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Danmörku aðstoðað fanga við heimanám í fangelsum en jafnframt haldið áfram stuðningnum þegar út er komið. Þá hefur Rauði krossinn í Ósló staðið fyrir verkefninu Red Bike sem lýkur með hjólakeppni vistmanna, starfsmanna og sjálfboðaliða en teygir jafnframt anga sína út fyrir fangelsið með hjólreiðaferðum að afplánun lokinni. Á þennan hátt er bæði hvatt til annars konar þjálfunar innan veggja fangelsanna en einnig lagður grunnur að heilbrigðri útivist sem stutt er við eftir afplánun með reglulegum ferðum út í náttúruna mönnuðum sjálfboðaliða sem aðstoðar. Samfélagsleg ábyrgð Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman, ásamt félagasamtökum eins og Rauða krossinum, til að minnka endurkomur í fangelsin. Þörf er á ríkulegum stuðningi eftir að afplánun lýkur til þess að gera þeim sem settir hafa verið á hliðarlínuna, og þrá betra líf, kleift að verða hluti af samfélaginu. Það er samfélagslega hagkvæmt og sparar fjármuni.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun