Íslandslíkan verður á við tvo fótboltavelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2015 11:45 Ketill Már Björnsson við fyrstu prufu líkansins, sem er eftirmynd hluta Akrafjalls. Fréttablaðið/Vilhelm Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira