Að bjóða flóttafólkið velkomið í anda jólanna Björn Bergsson skrifar 28. desember 2015 19:27 Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun