Stjórnvöld hafa örfáa daga til að forða stórslysi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 20:03 Stjórnvöld hafa örfáa daga til að standa við fyrirheit sín í tengslum við SALEK samkomulagið á vinnumarkaðnum. Að öðrum kosti er líklegt að kjarasamningar á almennum markaði losni allir í febrúar sem væri stórslys að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Ein af megin forsendum þess að aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir SALEK samkomulagið svo kallaða í haust var að stjórnvöld gripu til mótvægisaðgerða vegna þess aukna kostnaðar sem samræmd launastefna ríkisins og almenna markaðarins til ársins 2018 leggði á fyrirtækin í landinu. Ein helsta aðgerðin væri að stjórnvöld lækkuðu tryggingagjald. Nú óttast fordystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að stjórnvöld ætli ekki að standa við sinn hlut. „Það hafa engin áform verið kynnt enn varðandi lækkun tryggingagjalds. Við höfum átt samtöl við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir vegna þessa mikla kostnaðar sem felst í kjarasamningunum og við höfum fengið góð fyrirheit um að þau muni koma með okkur í það verkefni. En við verðum að lýsa vonbrigðum yfir með að það hafi ekki verið sýnt þau spil,“ segir Þorsteinn Víglundsson.Sjá einnig: SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Samtök atvinnulífsins vilja myndarlega lækkun tryggingagjaldsins sem nú er 7,5 prósent og vilja færa það niður í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka um 1,25 prósent á næsta ári sem myndi kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. „Það auðvitað þýðir að slík áform þarf að kynna í tengslum við fjárlagaumræðuna en annað er í raun ekki trúverðugt. Lækkun gjaldsins þyrfti að hefjast strax á næsta ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að SA hafi lagt mikla áherslu á að stjórnvöld muni þarna ganga hratt og örugglega til verks. Og tíminn er naumur því önnur umræða fjárlaga hefst í næstu viku og áætlað að Alþingi fari í jólaleyfi hinn 11. desember. „Það yrði stórslys vissulega og mikið áhyggjuefni ef þetta yrði til þess að hleypa samningaviðræðum enn og aftur í uppnám,“ segir Þorsteinn. Það séu alveg skýr skilaboð frá atvinnurekendum að þeir séu komnir upp að vegg vegna mikilla launahækkana sem verði meiri vegna SALEK samkomulagsins og við því verði að bregðast af hálfu stjórnvalda. „Og í raun er það skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að í þessa endurskoðun kjarasamninga verði ekki ráðist fyrr en samningar hafa náðst við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Stjórnvöld hafa örfáa daga til að standa við fyrirheit sín í tengslum við SALEK samkomulagið á vinnumarkaðnum. Að öðrum kosti er líklegt að kjarasamningar á almennum markaði losni allir í febrúar sem væri stórslys að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Ein af megin forsendum þess að aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir SALEK samkomulagið svo kallaða í haust var að stjórnvöld gripu til mótvægisaðgerða vegna þess aukna kostnaðar sem samræmd launastefna ríkisins og almenna markaðarins til ársins 2018 leggði á fyrirtækin í landinu. Ein helsta aðgerðin væri að stjórnvöld lækkuðu tryggingagjald. Nú óttast fordystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að stjórnvöld ætli ekki að standa við sinn hlut. „Það hafa engin áform verið kynnt enn varðandi lækkun tryggingagjalds. Við höfum átt samtöl við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir vegna þessa mikla kostnaðar sem felst í kjarasamningunum og við höfum fengið góð fyrirheit um að þau muni koma með okkur í það verkefni. En við verðum að lýsa vonbrigðum yfir með að það hafi ekki verið sýnt þau spil,“ segir Þorsteinn Víglundsson.Sjá einnig: SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Samtök atvinnulífsins vilja myndarlega lækkun tryggingagjaldsins sem nú er 7,5 prósent og vilja færa það niður í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka um 1,25 prósent á næsta ári sem myndi kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. „Það auðvitað þýðir að slík áform þarf að kynna í tengslum við fjárlagaumræðuna en annað er í raun ekki trúverðugt. Lækkun gjaldsins þyrfti að hefjast strax á næsta ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að SA hafi lagt mikla áherslu á að stjórnvöld muni þarna ganga hratt og örugglega til verks. Og tíminn er naumur því önnur umræða fjárlaga hefst í næstu viku og áætlað að Alþingi fari í jólaleyfi hinn 11. desember. „Það yrði stórslys vissulega og mikið áhyggjuefni ef þetta yrði til þess að hleypa samningaviðræðum enn og aftur í uppnám,“ segir Þorsteinn. Það séu alveg skýr skilaboð frá atvinnurekendum að þeir séu komnir upp að vegg vegna mikilla launahækkana sem verði meiri vegna SALEK samkomulagsins og við því verði að bregðast af hálfu stjórnvalda. „Og í raun er það skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að í þessa endurskoðun kjarasamninga verði ekki ráðist fyrr en samningar hafa náðst við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira