Aron: Ef einhver getur gert þetta er það Óli Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2015 17:41 Aron Kristjánsson fær hjálp frá Óla Stef. vísir/eva björk/epa „Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
„Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira