Innlent

Fékk greiningu eftir sjö mánaða bið

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Arnar Björnsson og Elsa Margrét Böðvarsdóttir, foreldrar drengs með Asperger heilkenni.
Arnar Björnsson og Elsa Margrét Böðvarsdóttir, foreldrar drengs með Asperger heilkenni. Mynd/Stöð2
Við sögðum frá því í síðustu viku aðtæplega 400 börn eru á biðlista eftir greiningu frá Þroska- og hegðunarstöð.

Þau Arnar Björnsson og Elsa Margrét Böðvarsdóttir eiga 11 ára gamlan son sem greindist í ágúst með Asperger heilkenni eftir sjö mánaða bið. Arnar segir ótækt hversu löng biðin sé eftir viðeigandi greiningu: „Þetta eru 189 dagar og þar af eru 114 dagar á skólatíma. Ef við myndum bera þetta saman við einhvern sem myndi greinast með krabbamein – þá myndi enginn láta bjóða sér það að bíða í svona langan tíma eftir að fá greiningu eða fá einhverja þjónustu eða aðstoð“.

Þau gripu til þess ráðs að fá greiningu hjá einkaaðila sem var kostnaðarsöm en dugði þó ekki til að fá viðeigandi aðstoð. „Þannig að við þurfum alltaf að fara í gegnum Þroska- og hegðunarstöð til að fá þennan stimpil til að hann fái fulla þjónustu. Fyrr getum við ekki, þótt við leitum til einkaaðila, fengið þessa þjónustu“.


Tengdar fréttir

Greindist með einhverfu fjörutíu og fjögurra ára

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, einhverf fjörutíu og níu ára kona á Selfossi gagnrýnir hvað atvinnurekendur er ófúsir að ráða einhverft fólk til vinnu en aðeins tuttugu prósent einhverfa fá vinnu

Barnið mitt er ekki ókurteist

„Ég er stolt einhverfumamma og finnst mikilvægt að vera opin um það því þetta er enn tabú á margan hátt“, segir Aðalheiður um upplifun sína af því að ganga í gegnum sorg og sigra með Malín dóttur sinni sem er á einhverfurófinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×