Þak yfir höfuðið Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 3. júní 2015 07:00 Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun