Stjórnarmennirnir „rottuðu sig ekki saman“ um lánið til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2015 14:30 Sakborningar í dómssal. Vísir/Vilhelm Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“ Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“
Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12