Stjórnarmennirnir „rottuðu sig ekki saman“ um lánið til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2015 14:30 Sakborningar í dómssal. Vísir/Vilhelm Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“ Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Sjá meira
Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“
Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Sjá meira
SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12