Patrekur má þjálfa lið Veszprém en ekki lið í Austurríki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2015 07:00 Patrekur Jóhannesson. Vísir/AFP Ungverska stórliðið Veszprém er í leit að þjálfara þessa dagana en félagið lét þjálfara félagsins, Antonio Carlos Ortega, róa eftir að liðið náði aðeins jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Wisla Plock. Við starfinu tók aðstoðarmaður hans, Xavi Sabate, og undir hans stjórn hefur liðið verið á mikilli siglingu enda liðið frábærlega mannað. Besta lið Evrópu að margra mati. Aron Pálmarsson er ein af stjörnum liðsins en hann kom til félagsins í sumar. Lino Cervar, fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu, var einn af fyrstu mönnunum til að vera orðaður við starfið eftirsótta en síðan fjölgaði nöfnunum. Patrekur Jóhannesson hefur til að mynda verið orðaður við starfið.Sjá einnig:Veszprém vill fá Patrek "Ég vil ekkert vera að tala um það núna," segir Patrekur sposkur er hann er spurður út í málið. Patrekur er kominn í fullt starf hjá austurríska handknattleikssambandinu þar sem hann þjálfar karlalandslið þjóðarinnar. "Það eru margir orðaðir við starfið og ég sá að ég var þar á meðal. Það er svo sem ekkert meira um það að segja núna," segir Patrekur en er eitthvað í hans samningi við Austurríkismenn sem útilokar þann möguleika að hann taki við Veszprém? "Ég hef þjálfað bæði Hauka og Val samhliða starfinu hjá Austurríki þannig að það er ekkert sem meinar mér að þjálfa annað lið utan Austurríkis. Ég má aftur á móti ekki þjálfa neitt félag í Austurríki." Íslenskir þjálfarar hafa heldur betur verið að gera það gott í alþjóðlegum handbolta á síðustu árum og Patrekur hefur náð mjög eftirtektarverðum árangri með lið Austurríkis þannig að það þarf ekki að koma á óvart að ungverska liðið sýni honum áhuga. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Ungverska stórliðið Veszprém er í leit að þjálfara þessa dagana en félagið lét þjálfara félagsins, Antonio Carlos Ortega, róa eftir að liðið náði aðeins jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Wisla Plock. Við starfinu tók aðstoðarmaður hans, Xavi Sabate, og undir hans stjórn hefur liðið verið á mikilli siglingu enda liðið frábærlega mannað. Besta lið Evrópu að margra mati. Aron Pálmarsson er ein af stjörnum liðsins en hann kom til félagsins í sumar. Lino Cervar, fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu, var einn af fyrstu mönnunum til að vera orðaður við starfið eftirsótta en síðan fjölgaði nöfnunum. Patrekur Jóhannesson hefur til að mynda verið orðaður við starfið.Sjá einnig:Veszprém vill fá Patrek "Ég vil ekkert vera að tala um það núna," segir Patrekur sposkur er hann er spurður út í málið. Patrekur er kominn í fullt starf hjá austurríska handknattleikssambandinu þar sem hann þjálfar karlalandslið þjóðarinnar. "Það eru margir orðaðir við starfið og ég sá að ég var þar á meðal. Það er svo sem ekkert meira um það að segja núna," segir Patrekur en er eitthvað í hans samningi við Austurríkismenn sem útilokar þann möguleika að hann taki við Veszprém? "Ég hef þjálfað bæði Hauka og Val samhliða starfinu hjá Austurríki þannig að það er ekkert sem meinar mér að þjálfa annað lið utan Austurríkis. Ég má aftur á móti ekki þjálfa neitt félag í Austurríki." Íslenskir þjálfarar hafa heldur betur verið að gera það gott í alþjóðlegum handbolta á síðustu árum og Patrekur hefur náð mjög eftirtektarverðum árangri með lið Austurríkis þannig að það þarf ekki að koma á óvart að ungverska liðið sýni honum áhuga.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira