Gæti hitnað undir flóknu samspili viðskipta- og stjórnmálalífs í Kína Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 20:37 Hlutabréf héldu áfram að falla í Kína í dag en tóku við sér víðast hvar annars staðar eftir að Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti. „Kína er ólíkindatól og svakaleg vél,“ segir Ársæll Harðarson formaður Íslensk/Kínverska viðskiptaráðsins. Hann segir að menn hafi búist við þessum hósta. „Það voru margir búnir að spá því að þessi hlutabréfahækkun sem varð á síðasta ári, myndi ganga til baka. Það hefur hún gert. Það liggur alveg fyrir að að hagvöxturinn hefur verið meira drifinn af fjárfestingum en neyslu. Nú hægir á fjárfestingum og þá þurfa Kínverjar að snúa sér að því að auka neyslu heima fyrir. Og ég spái því að áhrifin verði ekki svo mikil hér, en meiri í nágrannaríkjum Kína sem hafa verið að selja Kínverjum vörur og hráefni inn í þennan mikla hagvöxt og eins í nýmarkaðsríkjunum sem áttu að draga hagvöxtinn á næstu árum.“Magnús Björnsson, forstöðumaður KonfúsíusarstofnunarinnarGæti aukið þrýsting á stjórnvöld Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar, segir að falli Kína hafi verið spáð í 20 ár en stjórnvöld hafi náð að redda sér til þessa. Hann segir að fólk í Kína sé óttaslegið við þessa þróun og viti ekki hvert hún leiði. Fallið á hlutabréfamarkaði komi ekki beint við venjulegt fólk, það hafi ekki verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaði, líkt og til dæmis á Vesturlöndum. Hann bendir á að flókið samspil stjórnmála og viðskiptalífs í Kína byggi á þögulu samkomulagi um að stjórnvöld hafi tök á efnahagsmálunum. Ef það fari að halla undan fæti í efnahagslífinu, skapist misræmi milli væntinga fólks og umboðs stjórnvalda sem byggi á kröftugum efnahag. Ef efnahagsástandið versnar gæti það aukið þrýsting á breytingar í stjórn landsins með ófyrirséðum afleiðingum. Hann bendir á að ástandið sé stjórnvöldum kannski ofviða núna, kerfið sé orðið mjög flókið og einkaskuldir hafi vaxið mjög mikið. Upplausnarástand í Kína, gæti þó haft áhrif á efnahagslíf í öllum heiminum og jafnvel stjórnmálaástandið líka. Tengdar fréttir Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Ríkustu menn heims töpuðu andvirði 40 billjóna króna á síðustu dögum Tapið jafngildir tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands í fyrra. 25. ágúst 2015 14:50 Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Hlutabréf héldu áfram að falla í Kína í dag en tóku við sér víðast hvar annars staðar eftir að Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti. „Kína er ólíkindatól og svakaleg vél,“ segir Ársæll Harðarson formaður Íslensk/Kínverska viðskiptaráðsins. Hann segir að menn hafi búist við þessum hósta. „Það voru margir búnir að spá því að þessi hlutabréfahækkun sem varð á síðasta ári, myndi ganga til baka. Það hefur hún gert. Það liggur alveg fyrir að að hagvöxturinn hefur verið meira drifinn af fjárfestingum en neyslu. Nú hægir á fjárfestingum og þá þurfa Kínverjar að snúa sér að því að auka neyslu heima fyrir. Og ég spái því að áhrifin verði ekki svo mikil hér, en meiri í nágrannaríkjum Kína sem hafa verið að selja Kínverjum vörur og hráefni inn í þennan mikla hagvöxt og eins í nýmarkaðsríkjunum sem áttu að draga hagvöxtinn á næstu árum.“Magnús Björnsson, forstöðumaður KonfúsíusarstofnunarinnarGæti aukið þrýsting á stjórnvöld Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar, segir að falli Kína hafi verið spáð í 20 ár en stjórnvöld hafi náð að redda sér til þessa. Hann segir að fólk í Kína sé óttaslegið við þessa þróun og viti ekki hvert hún leiði. Fallið á hlutabréfamarkaði komi ekki beint við venjulegt fólk, það hafi ekki verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaði, líkt og til dæmis á Vesturlöndum. Hann bendir á að flókið samspil stjórnmála og viðskiptalífs í Kína byggi á þögulu samkomulagi um að stjórnvöld hafi tök á efnahagsmálunum. Ef það fari að halla undan fæti í efnahagslífinu, skapist misræmi milli væntinga fólks og umboðs stjórnvalda sem byggi á kröftugum efnahag. Ef efnahagsástandið versnar gæti það aukið þrýsting á breytingar í stjórn landsins með ófyrirséðum afleiðingum. Hann bendir á að ástandið sé stjórnvöldum kannski ofviða núna, kerfið sé orðið mjög flókið og einkaskuldir hafi vaxið mjög mikið. Upplausnarástand í Kína, gæti þó haft áhrif á efnahagslíf í öllum heiminum og jafnvel stjórnmálaástandið líka.
Tengdar fréttir Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Ríkustu menn heims töpuðu andvirði 40 billjóna króna á síðustu dögum Tapið jafngildir tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands í fyrra. 25. ágúst 2015 14:50 Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14
Ríkustu menn heims töpuðu andvirði 40 billjóna króna á síðustu dögum Tapið jafngildir tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands í fyrra. 25. ágúst 2015 14:50
Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37