Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 20:37 Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira