Hver var amma þín? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun