Sykur er ekki ávanabindandi eitur Ragnheiður Héðinsdóttir skrifar 13. febrúar 2015 08:00 Nýlega opnaði Landlæknisembættið vefinn sykurmagn.is þar sem tekin eru dæmi um sykurinnihald ýmissa matvara og það umreiknað yfir í sykurmola. Ekkert er út á það að setja að starfsmenn Landlæknisembættisins sinni sínum störfum og hvetji landsmenn til hófsemi í neyslu á hvaða sviði sem er. Umfjöllin um sykur, sem fór í gang í kjölfarið, er hins vegar gagnrýniverð. Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills. Honum er kennt um offitufaraldur heimsins og flesta aðra sjúkdóma og fjölmiðlarnir gleypa við öllu gagnrýnislaust. Morgunútgáfan, á samtengdum rásum ríkisútvarpsins, fékk til sín ýmsa viðmælendur í því skyni „að finna sökudólg“ fyrir sykurneyslu þjóðarinnar svo notuð séu orð þáttastjórnanda. Matar- og sykurfíkniráðgjafi var fenginn til viðtals 9. febrúar. Hún hélt því blygðunarlaust fram að sérstaklega sykur, en einnig fita, salt og sterkja væru ávanabindandi á sama hátt og tóbak, áfengi og eiturlyf og þar með matvæli sem innihalda þessi efni. Hún gekk jafnvel svo langt að halda því fram að flestallur „framleiddur“ matur væri beinlínis hættulegur. Þáttastjórnendur samsinntu öllu án nokkurrar gagnrýni. Þessar fullyrðingar eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Fyrir því eru engin vísindaleg rök. Hópur vísindamanna birti yfirlitsgrein í virta vísindatímaritinu Neuroscience & Biobehavioral Reviews í nóvember 2014 þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa farið í gegn um fjölda rannsókna um þetta efni, að ekki sé tilefni til að álykta að tilteknar matartegundir eða matvæli yfirleitt séu ávanabindandi. Hins vegar megi finna rök fyrir því að óhófleg neysla á mat sé hegðunarvandi sem geti snúist upp í ávana. Þ.e.a.s. ekki sé hægt að tala um matarfíkn eða sykurfíkn en frekar sé hægt að tala um átfíkn. Íslenskir matvælaframleiðendur kunna því illa að vera taldir eiturbyrlarar. Það er lágmarkskrafa að fjölmiðlar skoði mál af gagnrýni áður en þeir láta steypa slíkum fullyrðingum yfir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega opnaði Landlæknisembættið vefinn sykurmagn.is þar sem tekin eru dæmi um sykurinnihald ýmissa matvara og það umreiknað yfir í sykurmola. Ekkert er út á það að setja að starfsmenn Landlæknisembættisins sinni sínum störfum og hvetji landsmenn til hófsemi í neyslu á hvaða sviði sem er. Umfjöllin um sykur, sem fór í gang í kjölfarið, er hins vegar gagnrýniverð. Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills. Honum er kennt um offitufaraldur heimsins og flesta aðra sjúkdóma og fjölmiðlarnir gleypa við öllu gagnrýnislaust. Morgunútgáfan, á samtengdum rásum ríkisútvarpsins, fékk til sín ýmsa viðmælendur í því skyni „að finna sökudólg“ fyrir sykurneyslu þjóðarinnar svo notuð séu orð þáttastjórnanda. Matar- og sykurfíkniráðgjafi var fenginn til viðtals 9. febrúar. Hún hélt því blygðunarlaust fram að sérstaklega sykur, en einnig fita, salt og sterkja væru ávanabindandi á sama hátt og tóbak, áfengi og eiturlyf og þar með matvæli sem innihalda þessi efni. Hún gekk jafnvel svo langt að halda því fram að flestallur „framleiddur“ matur væri beinlínis hættulegur. Þáttastjórnendur samsinntu öllu án nokkurrar gagnrýni. Þessar fullyrðingar eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Fyrir því eru engin vísindaleg rök. Hópur vísindamanna birti yfirlitsgrein í virta vísindatímaritinu Neuroscience & Biobehavioral Reviews í nóvember 2014 þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa farið í gegn um fjölda rannsókna um þetta efni, að ekki sé tilefni til að álykta að tilteknar matartegundir eða matvæli yfirleitt séu ávanabindandi. Hins vegar megi finna rök fyrir því að óhófleg neysla á mat sé hegðunarvandi sem geti snúist upp í ávana. Þ.e.a.s. ekki sé hægt að tala um matarfíkn eða sykurfíkn en frekar sé hægt að tala um átfíkn. Íslenskir matvælaframleiðendur kunna því illa að vera taldir eiturbyrlarar. Það er lágmarkskrafa að fjölmiðlar skoði mál af gagnrýni áður en þeir láta steypa slíkum fullyrðingum yfir þjóðina.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar