Sykur er ekki ávanabindandi eitur Ragnheiður Héðinsdóttir skrifar 13. febrúar 2015 08:00 Nýlega opnaði Landlæknisembættið vefinn sykurmagn.is þar sem tekin eru dæmi um sykurinnihald ýmissa matvara og það umreiknað yfir í sykurmola. Ekkert er út á það að setja að starfsmenn Landlæknisembættisins sinni sínum störfum og hvetji landsmenn til hófsemi í neyslu á hvaða sviði sem er. Umfjöllin um sykur, sem fór í gang í kjölfarið, er hins vegar gagnrýniverð. Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills. Honum er kennt um offitufaraldur heimsins og flesta aðra sjúkdóma og fjölmiðlarnir gleypa við öllu gagnrýnislaust. Morgunútgáfan, á samtengdum rásum ríkisútvarpsins, fékk til sín ýmsa viðmælendur í því skyni „að finna sökudólg“ fyrir sykurneyslu þjóðarinnar svo notuð séu orð þáttastjórnanda. Matar- og sykurfíkniráðgjafi var fenginn til viðtals 9. febrúar. Hún hélt því blygðunarlaust fram að sérstaklega sykur, en einnig fita, salt og sterkja væru ávanabindandi á sama hátt og tóbak, áfengi og eiturlyf og þar með matvæli sem innihalda þessi efni. Hún gekk jafnvel svo langt að halda því fram að flestallur „framleiddur“ matur væri beinlínis hættulegur. Þáttastjórnendur samsinntu öllu án nokkurrar gagnrýni. Þessar fullyrðingar eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Fyrir því eru engin vísindaleg rök. Hópur vísindamanna birti yfirlitsgrein í virta vísindatímaritinu Neuroscience & Biobehavioral Reviews í nóvember 2014 þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa farið í gegn um fjölda rannsókna um þetta efni, að ekki sé tilefni til að álykta að tilteknar matartegundir eða matvæli yfirleitt séu ávanabindandi. Hins vegar megi finna rök fyrir því að óhófleg neysla á mat sé hegðunarvandi sem geti snúist upp í ávana. Þ.e.a.s. ekki sé hægt að tala um matarfíkn eða sykurfíkn en frekar sé hægt að tala um átfíkn. Íslenskir matvælaframleiðendur kunna því illa að vera taldir eiturbyrlarar. Það er lágmarkskrafa að fjölmiðlar skoði mál af gagnrýni áður en þeir láta steypa slíkum fullyrðingum yfir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nýlega opnaði Landlæknisembættið vefinn sykurmagn.is þar sem tekin eru dæmi um sykurinnihald ýmissa matvara og það umreiknað yfir í sykurmola. Ekkert er út á það að setja að starfsmenn Landlæknisembættisins sinni sínum störfum og hvetji landsmenn til hófsemi í neyslu á hvaða sviði sem er. Umfjöllin um sykur, sem fór í gang í kjölfarið, er hins vegar gagnrýniverð. Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills. Honum er kennt um offitufaraldur heimsins og flesta aðra sjúkdóma og fjölmiðlarnir gleypa við öllu gagnrýnislaust. Morgunútgáfan, á samtengdum rásum ríkisútvarpsins, fékk til sín ýmsa viðmælendur í því skyni „að finna sökudólg“ fyrir sykurneyslu þjóðarinnar svo notuð séu orð þáttastjórnanda. Matar- og sykurfíkniráðgjafi var fenginn til viðtals 9. febrúar. Hún hélt því blygðunarlaust fram að sérstaklega sykur, en einnig fita, salt og sterkja væru ávanabindandi á sama hátt og tóbak, áfengi og eiturlyf og þar með matvæli sem innihalda þessi efni. Hún gekk jafnvel svo langt að halda því fram að flestallur „framleiddur“ matur væri beinlínis hættulegur. Þáttastjórnendur samsinntu öllu án nokkurrar gagnrýni. Þessar fullyrðingar eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Fyrir því eru engin vísindaleg rök. Hópur vísindamanna birti yfirlitsgrein í virta vísindatímaritinu Neuroscience & Biobehavioral Reviews í nóvember 2014 þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa farið í gegn um fjölda rannsókna um þetta efni, að ekki sé tilefni til að álykta að tilteknar matartegundir eða matvæli yfirleitt séu ávanabindandi. Hins vegar megi finna rök fyrir því að óhófleg neysla á mat sé hegðunarvandi sem geti snúist upp í ávana. Þ.e.a.s. ekki sé hægt að tala um matarfíkn eða sykurfíkn en frekar sé hægt að tala um átfíkn. Íslenskir matvælaframleiðendur kunna því illa að vera taldir eiturbyrlarar. Það er lágmarkskrafa að fjölmiðlar skoði mál af gagnrýni áður en þeir láta steypa slíkum fullyrðingum yfir þjóðina.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar