Mýta er goðsögn Einar Magnús Einarsson og Sigrún A. Þorsteinsdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Samkvæmt áliti rannsóknarnefndar samgönguslysa má ætla að bjarga hefði mátt helmingi þeirra átta sem látist hafa í umferðinni hér á landi árið 2015 hefðu þeir verið í bílbelti. Þrátt fyrir þetta sýna rannsóknir að aðeins um þrjú prósent þeirra sem sitja í framsætum á þjóðvegum eru ekki í bílbeltum. Þessi litli hópur er samkvæmt þessu í margfalt meiri lífshættu en þeir sem nota bílbeltin. Hvað veldur því að fólk þráast við að nota öryggisbelti? Reglulega heyrast hugmyndir sem notaðar eru til að réttlæta það að nota ekki öryggisbelti.Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍSHægt er að tala um ranghugmyndir og mýtur en merking orðsins mýta er: goðsögn; trú eða skoðun sem hefur ekki við rök að styðjast. 1. MÝTA: Að leigubílstjóri noti ekki bílbelti vegna ótta við árás farþega. RÉTT: Tíðni árása á leigubílstjóra er mjög lág í samanburði við tíðni umferðarslysa þar sem beltin bjarga. Þar að auki eru beltin hönnuð þannig að komi snöggur kippur á þau líkt og eflaust gerist reyni einhver að grípa snöggt í þau og hefta með þeim öndunarveg ökumanns þá festast þau fyrst í útdragaranum. 2. MÝTA: Að það borgi sig að sleppa bílbeltinu vegna tíðra stoppa, stuttra vegalengda og hægs aksturs. RÉTT: Mælingar sýna að það tekur í mesta lagi þrjár sekúndur að spenna bílbelti. Þeim tíma er vel varið í samanburði við tímann sem við teljum ekki eftir okkur að nota til að reima skó, renna upp buxnaklauf eða loka bílhurð. Og varðandi hraðann þá eru dæmi þess að lífshættulegir áverkar verði við árekstur á 30 km hraða og jafnvel hægar. 3. MÝTA: Að geta kastað sér út úr bílnum á t.d. hálum fjallvegi áður en bíllinn veltur fram af veginum. RÉTT: Ætli maður að bjarga sér með því að opna dyrnar og kasta sér út úr bílnum, fari hann fram af veginum, þá þarf hann að vera á gönguhraða svo það hugsanlega takist. Annað er ekki á færi nema ofurhetja teiknimyndasagna. Mestar líkur er á að þyngdarlögmál og hreyfiorka kasti manni í allt aðra átt en ákjósanlegt er, það er þangað sem bíllinn stefnir og maður lendir þá undir honum. Fjöldamörg slys hafa sannað þetta með dapurlegum hætti. Öruggasti staðurinn er að vera með beltin spennt í farþegarými bílsins sem er þrautsterkt öryggisbúr. 4. MÝTA: Að í rútum og stórum bílum þurfi ekki bílbelti þar sem slík ökutæki eru svo stór. RÉTT: Ótal banaslys og alvarleg slys hafa orðið með þeim hætti að fólk kastast um inni í farþegarými hópferðbíla, svo ekki sé talað um út úr bílnum. Kastist viðkomandi út eru miklar líkur á að hann lendi undir bílnum. Þangað sem viðkomandi kastast fer farartækið líka. 5. MÝTA: Að ekki þurfi bílbelti í aftursætum bíla. RÉTT: Það orka sömu kraftar í aftursæti og í framsæti. Ef einstaklingur er laus þá getur hann kastast um farþegarýmið og lent á öðrum sem þar eru fyrir. Höggþungi 80 kg manns verður við árekstur á 90 km hraða rétt rúm 10 tonn. Þeir sem hafa sýnt þá fyrirhyggju að vera í beltum eiga þá á hættu að hljóta lífshættulega áverka þegar sá sem ekki er í belti kastast á þá. Fleira má nefna og hugsanlega er hægt að finna einhverjar undantekningar frá því sem hér er að framan sagt. En ef undantekningarnar eru einhverjar þá er ljóst að þær eru svo fáar að það getur ekki talist skynsamlegt að líta á þær sem hinn stóra sannleika. Það að einn stórreykingamaður hafði náð 100 ára aldri getur vart talist sönnun þess að reykingar séu ekki hættulegar. Því er mikilvægt að við höfum beltin spennt, alltaf og alls staðar og höfum skynsemina alltaf með í för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt áliti rannsóknarnefndar samgönguslysa má ætla að bjarga hefði mátt helmingi þeirra átta sem látist hafa í umferðinni hér á landi árið 2015 hefðu þeir verið í bílbelti. Þrátt fyrir þetta sýna rannsóknir að aðeins um þrjú prósent þeirra sem sitja í framsætum á þjóðvegum eru ekki í bílbeltum. Þessi litli hópur er samkvæmt þessu í margfalt meiri lífshættu en þeir sem nota bílbeltin. Hvað veldur því að fólk þráast við að nota öryggisbelti? Reglulega heyrast hugmyndir sem notaðar eru til að réttlæta það að nota ekki öryggisbelti.Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍSHægt er að tala um ranghugmyndir og mýtur en merking orðsins mýta er: goðsögn; trú eða skoðun sem hefur ekki við rök að styðjast. 1. MÝTA: Að leigubílstjóri noti ekki bílbelti vegna ótta við árás farþega. RÉTT: Tíðni árása á leigubílstjóra er mjög lág í samanburði við tíðni umferðarslysa þar sem beltin bjarga. Þar að auki eru beltin hönnuð þannig að komi snöggur kippur á þau líkt og eflaust gerist reyni einhver að grípa snöggt í þau og hefta með þeim öndunarveg ökumanns þá festast þau fyrst í útdragaranum. 2. MÝTA: Að það borgi sig að sleppa bílbeltinu vegna tíðra stoppa, stuttra vegalengda og hægs aksturs. RÉTT: Mælingar sýna að það tekur í mesta lagi þrjár sekúndur að spenna bílbelti. Þeim tíma er vel varið í samanburði við tímann sem við teljum ekki eftir okkur að nota til að reima skó, renna upp buxnaklauf eða loka bílhurð. Og varðandi hraðann þá eru dæmi þess að lífshættulegir áverkar verði við árekstur á 30 km hraða og jafnvel hægar. 3. MÝTA: Að geta kastað sér út úr bílnum á t.d. hálum fjallvegi áður en bíllinn veltur fram af veginum. RÉTT: Ætli maður að bjarga sér með því að opna dyrnar og kasta sér út úr bílnum, fari hann fram af veginum, þá þarf hann að vera á gönguhraða svo það hugsanlega takist. Annað er ekki á færi nema ofurhetja teiknimyndasagna. Mestar líkur er á að þyngdarlögmál og hreyfiorka kasti manni í allt aðra átt en ákjósanlegt er, það er þangað sem bíllinn stefnir og maður lendir þá undir honum. Fjöldamörg slys hafa sannað þetta með dapurlegum hætti. Öruggasti staðurinn er að vera með beltin spennt í farþegarými bílsins sem er þrautsterkt öryggisbúr. 4. MÝTA: Að í rútum og stórum bílum þurfi ekki bílbelti þar sem slík ökutæki eru svo stór. RÉTT: Ótal banaslys og alvarleg slys hafa orðið með þeim hætti að fólk kastast um inni í farþegarými hópferðbíla, svo ekki sé talað um út úr bílnum. Kastist viðkomandi út eru miklar líkur á að hann lendi undir bílnum. Þangað sem viðkomandi kastast fer farartækið líka. 5. MÝTA: Að ekki þurfi bílbelti í aftursætum bíla. RÉTT: Það orka sömu kraftar í aftursæti og í framsæti. Ef einstaklingur er laus þá getur hann kastast um farþegarýmið og lent á öðrum sem þar eru fyrir. Höggþungi 80 kg manns verður við árekstur á 90 km hraða rétt rúm 10 tonn. Þeir sem hafa sýnt þá fyrirhyggju að vera í beltum eiga þá á hættu að hljóta lífshættulega áverka þegar sá sem ekki er í belti kastast á þá. Fleira má nefna og hugsanlega er hægt að finna einhverjar undantekningar frá því sem hér er að framan sagt. En ef undantekningarnar eru einhverjar þá er ljóst að þær eru svo fáar að það getur ekki talist skynsamlegt að líta á þær sem hinn stóra sannleika. Það að einn stórreykingamaður hafði náð 100 ára aldri getur vart talist sönnun þess að reykingar séu ekki hættulegar. Því er mikilvægt að við höfum beltin spennt, alltaf og alls staðar og höfum skynsemina alltaf með í för.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun