Innlent

Dæla þurfti vatni úr sjúkrahúsinu á Ísafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. myndir/hafþór
Veðrið hefur haft töluvert áhrif á daglegt líf fyrir vestan. Slökkviliðsmenn voru kallaður út að fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði en dæla þurfti vatni út úr húsinu.

Mikill sjógangur er í Hnífsdal og á meðfylgjandi mynd má sjá að varla sést í gömlu bryggjuna vegna öldugangs.

Milljóna tjón varð á húsnæði í Hnífsdal þegar lítill útikofi fauk inn um stofugluggann en ofsaveður hefur geisað á Ísafirði og nágrenni í dag. 

Kjarrholt þaðan sem fólki var vísað úr húsum vegna snjóflóðahættu.vísir/hafþór
Sjö hús í Kjarrholti á Ísafirði hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Hjá lögreglunni á Ísafirði fást þær upplýsingar að þau séu enn inn á hættusvæði þegar snjósöfnun er á þessum stað.

Í Skutulsfirði er mikið hvassviðri og þurfa björgunarsveitarmenn að loka gluggum þar sem rúður hafa brotnað vegna foks. 

Þessi litli trjákofi fauk inn um stofugluggann í Hnífsdal.vísir/hafþór
Mikill sjógangur er fyrir vestan.vísir/hafþór
Björgunarsveitarmenn að störfum í dag.vísir/hafþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×