Lýðræðinu gefið langt nef Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. mars 2015 16:30 Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar