Innlent

Misstu allt sitt í Sýrlandi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sýrlenskur flóttamaður, sem dvalið hefur hér á landi í rúm tvö ár ásamt fjölskyldu sinni, segir enga lausn vera í sjónmáli í heimalandi sínu og að alþjóðasamfélagið hafi gefsist upp á að leysa vandann. Um helgina eru fjögur ár síðan blóðugt stríð hófst í Sýrlandi. 

Hjónin Jamil og Yasmin komu hingað til lands í janúar 2013 og hafa nú komið sér vel fyrir í Árbæ.  Þau flúðu frá heimili sínu í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, árið 2012 en þar rak Jamil húsasmíðafyrirtæki. Fjölskyldunni vegnaði vel en skömmu eftir að stríðið hófst misstu þau allt sitt í sprengjuárás. 

Hjónin eiga þrjá syni, þá Mohamed, Yossef og Mahmod, auk dótturinnar Juliu sem er fjórtán mánaða og fædd hér á landi. Þá er Yasmin gengið átta mánuði á leið með fimmta barn þeirra sem einnig er stúlka. Jamil segist vera þakklátur fyrir að börnin hans geti gengið í skóla, verið örugg og lifað eðlilegu lífi hér á landi. 

Viðtalið við Jamil og fjölskyldu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×