
Svart-hvít umræða um flóttafólk
Í ljósi umræðu um sýrlenska flóttamenn er einmitt mjög mikilvægt að aðskilja þetta tvennt. Það er eins með þjáningar flóttafólks og allt annað slæmt í þessari veröld - rótin er skipulögð trúarbrögð. Þau eru sökudólgurinn hvað varðar Ísrael-Palestínu, hið sama á við um stríðið í Sýrlandi, nýlendustefnu Vesturlanda (það verður auðvitað að „kristna þessa villimenn“ með hjálp kaþólsku kirkjunnar) og svo mætti lengi telja.
Öll eigum við okkur sögu, reynslu og bakgrunn sem samanlagt litar hegðun okkar og heimsmynd. Ætti það ekki að sameina okkur gegn grimmd heimsins frekar en að sundra okkur í „með-og-á-móti” fylkingar? Þegar við föllum í þessa gildru að setja jafnaðarmerki á milli einstaklinga og hugmyndafræði þá sjálfkrafa rýrnar einn fallegasti eiginleiki mannfólksins; að geta sett sig í spor annarra.
Glittir í andúð
Sýrlendingar eru annálaðir fyrir að vera gestrisin þjóð svona svipað og við. Sögur af gestrisni Íslendinga eru reyndar farnar að minna mig á einhvers konar „urban legend“ undanfarna daga og vikur en það er önnur saga. Manni fallast hendur við að sjá hversu mikið glittir í ótrúlega andúð á erlendum borgurum almennt (meira að segja á túristum) og hræðslu við „þessa múslíma” í kommentakerfum og fésbókarfærslum.
Svo er talað um að flóttamenn eigi eftir að mergsjúga kerfið þar til ennþá minna verði til skiptanna fyrir aldraða og öryrkja. Þetta er elsta stjórnunartaktík í heimi; að etja hópum þjóðfélagsins saman þannig að auðveldara sé að stjórna „skrílnum” eins og við erum vafalítið kölluð í reykfylltum bakherbergjum. Þessi aðferð er vinsæl í Bandaríkjunum þar sem andúð milli svartra og hvítra lifir enn góðu lífi. Með þessu móti tökum við síður eftir spillingarfnyknum sem leggur af yfirvöldum.
Innflytjendur (flóttamenn verða innflytjendur á einhverjum tímapunkti) enda með því að greiða sig upp og gott betur en það. Með tímanum munu þeir leggja meira til samfélagsins en þeir taka frá því og það á bæði við um menntaða og ómenntaða, hvort sem þeir vinna verkamannastörf eða ekki. Þeir hafa góð áhrif á vinnuaflið og jafnvel yngja það aðeins upp ef eitthvað er og ekki veitir af þar sem heilsufar fer batnandi og fólk lifir lengur en áður.
Áhrif jákvæð á endanum
Auk þess koma þeir sterkir inn með nýja og ferska fagkunnáttu og færni sem við hin getum mögulega lært af. Einnig er bara þjóðsaga að þeir valdi launalækkunum og að þeir „steli“ störfum af innfæddum. Meiri skatttekjur þýða meiri nýsköpun og þar með fleiri störf. Þess vegna hljótum við að sjá að á endanum mun þetta hafa jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni sem þurfa að treysta á félagslega kerfið.
Ég geri mér grein fyrir hversu auðvelt er að fordæma útlendingafóbíu hjá þegnum í Austur Evrópu sitjandi hér uppi á frímerki sem er umkringt Atlantshafinu. Við vitum lítið hvernig er að búa á meginlandi Evrópu núna og hvernig er að taka á móti svona fjölda af skelfingu lostnu fólki. Þannig að mér dettur ekki í hug að fordæma einn né neinn fyrir öðruvísi skoðanir. Ég fordæmi hins vegar trúarbrögð fyrir að ýta undir ofsóknir, ofbeldi og kúgun á minnihlutahópum. Það skiptir mig litlu hvað þau eru kölluð.
Sem kona, þá hugnast mér ekki að fá í hausinn að ég sé skítug þegar ég er á túr eða eigi að þegja og vera undirgefin ef ég sit inni í einhverri trúarbyggingunni, burtséð frá því hvort það sé stundað í praxís eða ekki. Sumir myndu segja að þessar skoðanir mínar séu svart-hvítar og öfgakenndar. Þetta eru samt skoðanir sem byggjast á því sem ég hef lesið í ýmsum trúarritum. Trúarrit eru dauðir hlutir.
Það er ekkert að því að hafa svart-hvítar skoðanir á hugmyndum og dauðum hlutum. Það er ekki í lagi þegar fólk er annars vegar. Fólk er ekki svart-hvítt. Íslendingar eru ekki svart-hvítir og ekki flóttamenn frá Sýrlandi heldur. Það þarf einfaldlega að hjálpa fólkinu og það strax.
Skoðun

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Þing í þágu kvenna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Drengir á jaðrinum
Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar

Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta?
Þráinn Farestveit skrifar

Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað?
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina
Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar

Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir
Jón Pétur Zimsen skrifar

Að vera manneskja
Svava Arnardóttir skrifar

Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar

Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans
Viðar Halldórsson skrifar

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða
Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfbærni í stað sóunar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum
Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar