Innanríkisráðherra segir aukin framlög fyrsta skrefið til eflingar lögreglu Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 21:59 Innanríkisráðherra segir að 400 milljóna króna aukaframlag til lögreglunnar á næsta ári sé fyrsta skrefið til nauðsynlegrar eflingar á löggæslu í landinu. Nokkrir þingmenn vöruðu við auknum valdheimildum til lögreglunnar og gegn almennum vopanburði hennar á Alþingi í dag. Almennur stuðningur var við það á Alþingi í dag að fjölga í lögreglunni og bæta búnað hennar. Hins vegar var líka bent á að ekki bæri að taka ákvarðanir um auknar valdheimildir lögreglu í ótta og skugga hryðjuverkaárása. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf sérumræðu um starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í dag og sagði að nú þegar kjarasamningar lægju fyrir væri brýnt að skoða aðstæður lögreglunnar. „Þar ber fyrst að nefna mannafla lögreglunnar, búnað vald- og rannsóknarheimildir. Það er óþolandi staða fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað um rúmlega 80 á milli áranna 2007 og 2011,“ sagði Þorsteinn. Á sama tíma hefði landsmönnum til að mynda fjölgað um 40 þúsund og verkefni lögreglu aukist á mörgum sviðum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði að framlög til lögreglu hefði verið aukið um 500 milljónir á þessu ári og lagt væri til að framlög verði aukin um aðrar 400 milljónir á næsta ári. „Þessi aukafjárveiting er skref í þá átt að efla löggæsluna. Þessir fjármunir verða bæði nýttir hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og eins vegna nýrra verkefna.Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsöfðu líka aukið álag á lögregluna,“ sagði Ólöf. En það væri mikilvægt að taka allar ákvarðanir um lögregluna á grundvelli staðreynda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að tryggja þyrfti lögreglu nauðsynlegan búnað og hældi innanríkisráðherra fyrir að hafa birt opinberlega reglur um vopnaburð lögreglunnar. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að það sé gagnsæi um þessar reglur. Leynimaðkkið sem verið hefur í kringum þær sögulega séð er engum til góðs og satt að segja stórhættulegt fyrir öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði nauðsynlegt að koma á eftirliti með lögreglu áður en valdheimildir hennar yrðu auknar og Birgitta Jónsdóttir samflokksmaður hans og þingflokksformaður varaði við áhrfum óttans í umræðunni. „Við skulum ekki tapa okkur í óttanum. Styrkjum heldur almenna löggæslu. Ég er mjög sammála þeim sem hafa talað í þá veru,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að 400 milljóna króna aukaframlag til lögreglunnar á næsta ári sé fyrsta skrefið til nauðsynlegrar eflingar á löggæslu í landinu. Nokkrir þingmenn vöruðu við auknum valdheimildum til lögreglunnar og gegn almennum vopanburði hennar á Alþingi í dag. Almennur stuðningur var við það á Alþingi í dag að fjölga í lögreglunni og bæta búnað hennar. Hins vegar var líka bent á að ekki bæri að taka ákvarðanir um auknar valdheimildir lögreglu í ótta og skugga hryðjuverkaárása. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf sérumræðu um starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í dag og sagði að nú þegar kjarasamningar lægju fyrir væri brýnt að skoða aðstæður lögreglunnar. „Þar ber fyrst að nefna mannafla lögreglunnar, búnað vald- og rannsóknarheimildir. Það er óþolandi staða fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað um rúmlega 80 á milli áranna 2007 og 2011,“ sagði Þorsteinn. Á sama tíma hefði landsmönnum til að mynda fjölgað um 40 þúsund og verkefni lögreglu aukist á mörgum sviðum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði að framlög til lögreglu hefði verið aukið um 500 milljónir á þessu ári og lagt væri til að framlög verði aukin um aðrar 400 milljónir á næsta ári. „Þessi aukafjárveiting er skref í þá átt að efla löggæsluna. Þessir fjármunir verða bæði nýttir hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og eins vegna nýrra verkefna.Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsöfðu líka aukið álag á lögregluna,“ sagði Ólöf. En það væri mikilvægt að taka allar ákvarðanir um lögregluna á grundvelli staðreynda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að tryggja þyrfti lögreglu nauðsynlegan búnað og hældi innanríkisráðherra fyrir að hafa birt opinberlega reglur um vopnaburð lögreglunnar. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að það sé gagnsæi um þessar reglur. Leynimaðkkið sem verið hefur í kringum þær sögulega séð er engum til góðs og satt að segja stórhættulegt fyrir öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði nauðsynlegt að koma á eftirliti með lögreglu áður en valdheimildir hennar yrðu auknar og Birgitta Jónsdóttir samflokksmaður hans og þingflokksformaður varaði við áhrfum óttans í umræðunni. „Við skulum ekki tapa okkur í óttanum. Styrkjum heldur almenna löggæslu. Ég er mjög sammála þeim sem hafa talað í þá veru,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira