Arnþrúður sakar Vísi um fréttafölsun og mútuþægni Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2015 08:47 Arnþrúður skorar á blaðamann Vísis að greina frá því hversu mikið hann fékk greitt fyrir að segja af skoðanakönnun Útvarps Sögu. Vísir „Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
„Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent