Trúa því að Messi sé mættur í Kaplakrika en svo eru handboltamenn latir og ekki í formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2015 13:30 Arnar Gunnarson er þjálfari Fjölnis í 1. deild karla. vísir/ernir Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni. Íslenski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna Sjá meira
Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna Sjá meira