Íslendingur í Noregi grunaður um alvarlegt ofbeldi gegn tveggja ára barni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2015 14:05 Íslendingurinn er ekki faðir barnsins heldur á í sambandi við móður þess sem einnig er íslensk. vísir/getty 23 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi vegna gruns um að hafa beitt tveggja ára gamalt barn alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Frá þessu er greint á vef DV en auk þess er fjallað um málið í norska miðlinum Aftenbladet. Í frétt Aftenbladet kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn á föstudagskvöld og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars vegna þess að lögreglan taldi að maðurinn myndi reyna að flýja land eða eyðileggja sönnunargögn sem tengjast málinu. Íslendingurinn er ekki faðir barnsins heldur á í sambandi við móður þess sem einnig er íslensk. Líkamsárásin á að hafa átt sér stað í seinustu viku í bænum Lye, sem er skammt frá Stavanger, en maðurinn býr þar og var nýfluttur inn til móður barnsins að því er segir í frétt DV. Unni Byberg Malmin, saksóknari hjá lögreglunni í Stavanger, segir í samtali við Aftenbladet að málið sé litið alvarlegum augum. Rannsókn þess er nú í fullum gangi og hefur lögreglan meðal annars biðlað til þeirra sem gætu vitað eitthvað um málið að hafa samband við lögregluyfirvöld. Samkvæmt Malmin hefur Íslendingurinn ekki áður fengið dóm í Noregi en fram kemur í frétt DV að hann hafi hlotið 18 mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás hér á landi árið 2012. Líðan barnsins er eftir atvikum góð en það liggur enn inni á sjúkrahúsinu í Stavanger. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
23 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi vegna gruns um að hafa beitt tveggja ára gamalt barn alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Frá þessu er greint á vef DV en auk þess er fjallað um málið í norska miðlinum Aftenbladet. Í frétt Aftenbladet kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn á föstudagskvöld og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars vegna þess að lögreglan taldi að maðurinn myndi reyna að flýja land eða eyðileggja sönnunargögn sem tengjast málinu. Íslendingurinn er ekki faðir barnsins heldur á í sambandi við móður þess sem einnig er íslensk. Líkamsárásin á að hafa átt sér stað í seinustu viku í bænum Lye, sem er skammt frá Stavanger, en maðurinn býr þar og var nýfluttur inn til móður barnsins að því er segir í frétt DV. Unni Byberg Malmin, saksóknari hjá lögreglunni í Stavanger, segir í samtali við Aftenbladet að málið sé litið alvarlegum augum. Rannsókn þess er nú í fullum gangi og hefur lögreglan meðal annars biðlað til þeirra sem gætu vitað eitthvað um málið að hafa samband við lögregluyfirvöld. Samkvæmt Malmin hefur Íslendingurinn ekki áður fengið dóm í Noregi en fram kemur í frétt DV að hann hafi hlotið 18 mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás hér á landi árið 2012. Líðan barnsins er eftir atvikum góð en það liggur enn inni á sjúkrahúsinu í Stavanger.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira