Land jafnra tækifæra? Páll Valur Björnsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Þann 12. apríl sl. var víða um heim efnt til viðburða til þess að vekja athygli á þeim hörmulegum aðstæðum sem götubörn búa við. Enginn veit með vissu hversu mörg þau eru en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áætlað að u.þ.b. 100 milljónir barna séu heimilislaus og búi á götunni. Ég nefni þetta til að minna okkur öll á þær miklu skyldur sem við höfum, sem íbúar í alþjóðasamfélaginu, við öll þessi fátæku og yfirgefnu börn. Ég ætla þó aðallega að gera hér að umtalsefni þau íslensku börn sem standa illa vegna bágs efnahags foreldranna. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bjuggu á árinu 2014 11,4% íslenskra barna á heimilum sem áttu mjög erfitt með að ná endum saman. 10% þeirra á heimilum undir lágtekjumörkum. Og 7,7% þeirra á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Á bak við þessar tölur eru afar mörg börn. Börn af holdi og blóði, stundum glöð og stundum leið og öll hafa þau sínar vonir og væntingar um að verða hitt og þetta þegar þau verða stór. Slökkviliðsmenn eða löggur eða læknar…Er Ísland land jafnra tækifæra fyrir börn? Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi árið 2014 en árið 2009 var það hlutfall 14,3%. Hversu mörg þeirra skyldu fara á mis við tómstundastarfið, sem margir félagar þeirra fá sem betur fer að njóta, vegna þess að það eru einfaldlega ekki til peningar á heimilinu þegar búið er að borga matar- og húsnæðisreikningana? Og hversu mörg þessara barna skyldu eiga foreldra sem þurfa nú að berjast fyrir því að laun þeirra nái 300 þúsund krónum á mánuði?Á hvaða leið erum við eiginlega? Erum við að byggja hér upp samfélag þar sem virkilega er reynt að skapa börnunum jöfn tækifæri? Ég held að langflestir Íslendingar vilji að það sé og verði forgangsverkefni í samfélaginu og í stjórnmálunum. En erum við, fólkið í landinu og þá alveg sérstaklega við stjórnmálamennirnir, að svara því kalli? Ég held að mjög stór hluti landsmanna telji svo alls ekki vera og ég er hreint ekki hissa á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þann 12. apríl sl. var víða um heim efnt til viðburða til þess að vekja athygli á þeim hörmulegum aðstæðum sem götubörn búa við. Enginn veit með vissu hversu mörg þau eru en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áætlað að u.þ.b. 100 milljónir barna séu heimilislaus og búi á götunni. Ég nefni þetta til að minna okkur öll á þær miklu skyldur sem við höfum, sem íbúar í alþjóðasamfélaginu, við öll þessi fátæku og yfirgefnu börn. Ég ætla þó aðallega að gera hér að umtalsefni þau íslensku börn sem standa illa vegna bágs efnahags foreldranna. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bjuggu á árinu 2014 11,4% íslenskra barna á heimilum sem áttu mjög erfitt með að ná endum saman. 10% þeirra á heimilum undir lágtekjumörkum. Og 7,7% þeirra á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Á bak við þessar tölur eru afar mörg börn. Börn af holdi og blóði, stundum glöð og stundum leið og öll hafa þau sínar vonir og væntingar um að verða hitt og þetta þegar þau verða stór. Slökkviliðsmenn eða löggur eða læknar…Er Ísland land jafnra tækifæra fyrir börn? Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi árið 2014 en árið 2009 var það hlutfall 14,3%. Hversu mörg þeirra skyldu fara á mis við tómstundastarfið, sem margir félagar þeirra fá sem betur fer að njóta, vegna þess að það eru einfaldlega ekki til peningar á heimilinu þegar búið er að borga matar- og húsnæðisreikningana? Og hversu mörg þessara barna skyldu eiga foreldra sem þurfa nú að berjast fyrir því að laun þeirra nái 300 þúsund krónum á mánuði?Á hvaða leið erum við eiginlega? Erum við að byggja hér upp samfélag þar sem virkilega er reynt að skapa börnunum jöfn tækifæri? Ég held að langflestir Íslendingar vilji að það sé og verði forgangsverkefni í samfélaginu og í stjórnmálunum. En erum við, fólkið í landinu og þá alveg sérstaklega við stjórnmálamennirnir, að svara því kalli? Ég held að mjög stór hluti landsmanna telji svo alls ekki vera og ég er hreint ekki hissa á því.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun