Land jafnra tækifæra? Páll Valur Björnsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Þann 12. apríl sl. var víða um heim efnt til viðburða til þess að vekja athygli á þeim hörmulegum aðstæðum sem götubörn búa við. Enginn veit með vissu hversu mörg þau eru en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áætlað að u.þ.b. 100 milljónir barna séu heimilislaus og búi á götunni. Ég nefni þetta til að minna okkur öll á þær miklu skyldur sem við höfum, sem íbúar í alþjóðasamfélaginu, við öll þessi fátæku og yfirgefnu börn. Ég ætla þó aðallega að gera hér að umtalsefni þau íslensku börn sem standa illa vegna bágs efnahags foreldranna. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bjuggu á árinu 2014 11,4% íslenskra barna á heimilum sem áttu mjög erfitt með að ná endum saman. 10% þeirra á heimilum undir lágtekjumörkum. Og 7,7% þeirra á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Á bak við þessar tölur eru afar mörg börn. Börn af holdi og blóði, stundum glöð og stundum leið og öll hafa þau sínar vonir og væntingar um að verða hitt og þetta þegar þau verða stór. Slökkviliðsmenn eða löggur eða læknar…Er Ísland land jafnra tækifæra fyrir börn? Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi árið 2014 en árið 2009 var það hlutfall 14,3%. Hversu mörg þeirra skyldu fara á mis við tómstundastarfið, sem margir félagar þeirra fá sem betur fer að njóta, vegna þess að það eru einfaldlega ekki til peningar á heimilinu þegar búið er að borga matar- og húsnæðisreikningana? Og hversu mörg þessara barna skyldu eiga foreldra sem þurfa nú að berjast fyrir því að laun þeirra nái 300 þúsund krónum á mánuði?Á hvaða leið erum við eiginlega? Erum við að byggja hér upp samfélag þar sem virkilega er reynt að skapa börnunum jöfn tækifæri? Ég held að langflestir Íslendingar vilji að það sé og verði forgangsverkefni í samfélaginu og í stjórnmálunum. En erum við, fólkið í landinu og þá alveg sérstaklega við stjórnmálamennirnir, að svara því kalli? Ég held að mjög stór hluti landsmanna telji svo alls ekki vera og ég er hreint ekki hissa á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 12. apríl sl. var víða um heim efnt til viðburða til þess að vekja athygli á þeim hörmulegum aðstæðum sem götubörn búa við. Enginn veit með vissu hversu mörg þau eru en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áætlað að u.þ.b. 100 milljónir barna séu heimilislaus og búi á götunni. Ég nefni þetta til að minna okkur öll á þær miklu skyldur sem við höfum, sem íbúar í alþjóðasamfélaginu, við öll þessi fátæku og yfirgefnu börn. Ég ætla þó aðallega að gera hér að umtalsefni þau íslensku börn sem standa illa vegna bágs efnahags foreldranna. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bjuggu á árinu 2014 11,4% íslenskra barna á heimilum sem áttu mjög erfitt með að ná endum saman. 10% þeirra á heimilum undir lágtekjumörkum. Og 7,7% þeirra á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Á bak við þessar tölur eru afar mörg börn. Börn af holdi og blóði, stundum glöð og stundum leið og öll hafa þau sínar vonir og væntingar um að verða hitt og þetta þegar þau verða stór. Slökkviliðsmenn eða löggur eða læknar…Er Ísland land jafnra tækifæra fyrir börn? Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi árið 2014 en árið 2009 var það hlutfall 14,3%. Hversu mörg þeirra skyldu fara á mis við tómstundastarfið, sem margir félagar þeirra fá sem betur fer að njóta, vegna þess að það eru einfaldlega ekki til peningar á heimilinu þegar búið er að borga matar- og húsnæðisreikningana? Og hversu mörg þessara barna skyldu eiga foreldra sem þurfa nú að berjast fyrir því að laun þeirra nái 300 þúsund krónum á mánuði?Á hvaða leið erum við eiginlega? Erum við að byggja hér upp samfélag þar sem virkilega er reynt að skapa börnunum jöfn tækifæri? Ég held að langflestir Íslendingar vilji að það sé og verði forgangsverkefni í samfélaginu og í stjórnmálunum. En erum við, fólkið í landinu og þá alveg sérstaklega við stjórnmálamennirnir, að svara því kalli? Ég held að mjög stór hluti landsmanna telji svo alls ekki vera og ég er hreint ekki hissa á því.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar