Innlent

Fara úr þrjú þúsund tonnum í tíu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Arnarfjörður. Skila má til Skipulagsstofnunar athugasemdum við fyrirætlanir Arnarlax fyrir 26. maí.
Arnarfjörður. Skila má til Skipulagsstofnunar athugasemdum við fyrirætlanir Arnarlax fyrir 26. maí. Fréttablaðið/JSE
Arnarlax stefnir á að auka framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn á ári. Fyrirtækið hefur skilað Skipulagsstofnun frummatsskýrslu á umhverfisáhrifum vegna þessa.

Við aukninguna ríflega þrefaldar Arnarlax framleiðslu sína, en fyrirtækið hefur nú heimild til 3.000 tonna framleiðslu á ári, en myndi eftir aukningu framleiða 10.000 tonn á ári.

Áhrif á rekstrartíma sjókvíaeldisins eru sögð staðbundin og talsvert neikvæð fyrir botndýralíf í næsta nágrenni við kvíar, en óveruleg til nokkuð neikvæð á ástand sjávar og á villta stofna laxfiska vegna eldislax og fóðrunar.

Þá eru áhrif talin nokkuð neikvæð á ásýnd, fiskveiðar, fiskeldi og siglingar.

„Áhrif eru metin óveruleg til nokkuð jákvæð á fugla í næsta nágrenni við kvíar og samgöngur og talsvert jákvæð á greinda þætti samfélags utan samgangna en óveruleg á alla aðra þætti,“ segir í útdrætti matsskýrslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×