Slátruðu tugþúsundum laxa eftir óveður svavar hávarðsson skrifar 16. apríl 2015 08:00 Kví sem þessi getur verið 30 til 35 metrar á dýpt. Laxinn leitar niður í kulda og í þessu tilviki þegar rafmagn leiddi í sjóinn. Vegna plássleysis rekst laxinn í nót kvíarinnar og sár koma undan. mynd/Aqualine AS „Þetta voru tugir þúsunda fiska og tjón upp á par hundrað milljónir,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Fjarðalax, um tjón á stórri sjókví við Hlaðseyri í Patreksfirði í janúar 2014. Greint er frá atvikinu í ársskýrslu dýralæknis fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun þar sem því er lýst að eftir viðvarandi norðan storma í fleiri vikur hafi í einu áhlaupinu laskast rafmagnskassi á sjókvínni „sem að öllum líkindum hefur leitt til útleiðslu rafmagns í nánasta umhverfi og valdið mikilli streitu hjá fiskinum. Laxinn hópaðist niður á botn kvíarinnar og varð hluti hans fyrir nuddskaða sem leiddi til sáramyndunar og affalla. Brugðist var við með neyðarslátrun og þannig létt á kvínni.“Gísli JónssonGísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, segir að nokkuð hafi sést á kviði fisksins og trjónu hans eftir nudd við nótina í kvínni, og bætir við að þegar nokkrir dagar líða frá atviki sem þessu þá sæki umhverfisbakteríur í skrámur fisksins og opin sár myndist. Til að forða því að svo færi var gripið til þess að slátra fisknum strax. „Sá lax sem ekki var hæfur til manneldis var tekinn til hliðar og honum fargað. Í raun var létt á kvínni má segja, til að afstýra frekara tjóni – slátrun var hraðað enda fiskurinn kominn í sláturstærð,“ segir Gísli sem telur að úr kvínni hafi verið slátrað 40 til 50.000 löxum sem var um þriðjungur af því sem í kvínni var. Gísli útskýrir að þegar sjávarhiti er mjög lágur þá leiti fiskurinn niður í kvína. Til að forða fisknum frá frekari núningi við nótina í kvínni var ákveðið að fækka í henni svo færi betur um fiskinn við þau skilyrði sem þá voru, en kolvitlaust veður var á þeim tíma og sjávarhiti rúmlega ein gráða. Spurður um þetta áfall og hvort tryggingar Fjarðalax hafi náð yfir tjón sem þetta segir Einar Örn í skriflegu svari: „Að einhverju leyti jú, en frekar takmörkuðu.“ Í kvíarnar á Hlaðseyri voru flutt seiði í júní 2012 og hófst slátrun úr kvíunum í lok sumars 2013 sem lauk svo sumarið 2014 og hafa sjókvíarnar staðið tómar síðan. Næsta kynslóð seiða hjá Fjarðalaxi mun fara í kvíarnar í Patreksfirði í júní í sumar. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
„Þetta voru tugir þúsunda fiska og tjón upp á par hundrað milljónir,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Fjarðalax, um tjón á stórri sjókví við Hlaðseyri í Patreksfirði í janúar 2014. Greint er frá atvikinu í ársskýrslu dýralæknis fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun þar sem því er lýst að eftir viðvarandi norðan storma í fleiri vikur hafi í einu áhlaupinu laskast rafmagnskassi á sjókvínni „sem að öllum líkindum hefur leitt til útleiðslu rafmagns í nánasta umhverfi og valdið mikilli streitu hjá fiskinum. Laxinn hópaðist niður á botn kvíarinnar og varð hluti hans fyrir nuddskaða sem leiddi til sáramyndunar og affalla. Brugðist var við með neyðarslátrun og þannig létt á kvínni.“Gísli JónssonGísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, segir að nokkuð hafi sést á kviði fisksins og trjónu hans eftir nudd við nótina í kvínni, og bætir við að þegar nokkrir dagar líða frá atviki sem þessu þá sæki umhverfisbakteríur í skrámur fisksins og opin sár myndist. Til að forða því að svo færi var gripið til þess að slátra fisknum strax. „Sá lax sem ekki var hæfur til manneldis var tekinn til hliðar og honum fargað. Í raun var létt á kvínni má segja, til að afstýra frekara tjóni – slátrun var hraðað enda fiskurinn kominn í sláturstærð,“ segir Gísli sem telur að úr kvínni hafi verið slátrað 40 til 50.000 löxum sem var um þriðjungur af því sem í kvínni var. Gísli útskýrir að þegar sjávarhiti er mjög lágur þá leiti fiskurinn niður í kvína. Til að forða fisknum frá frekari núningi við nótina í kvínni var ákveðið að fækka í henni svo færi betur um fiskinn við þau skilyrði sem þá voru, en kolvitlaust veður var á þeim tíma og sjávarhiti rúmlega ein gráða. Spurður um þetta áfall og hvort tryggingar Fjarðalax hafi náð yfir tjón sem þetta segir Einar Örn í skriflegu svari: „Að einhverju leyti jú, en frekar takmörkuðu.“ Í kvíarnar á Hlaðseyri voru flutt seiði í júní 2012 og hófst slátrun úr kvíunum í lok sumars 2013 sem lauk svo sumarið 2014 og hafa sjókvíarnar staðið tómar síðan. Næsta kynslóð seiða hjá Fjarðalaxi mun fara í kvíarnar í Patreksfirði í júní í sumar.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira