Innlent

Eldur í lyftara hjá Samskipum

Vísir/Egill
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að frystigeymslum Samskipa við Sundahöfn um klukkan sex í morgun þar sem talsverðan reyk lagði frá húsinu. Hann var brátt rakin til hleðslurýmis fyrir raflyftara, sem er í áfastri byggingu við frystigeymsluna og gekk greiðlega að slökkvaa eldinn, en reyk lagði inn í geymsluna sjálfa og er slökkviliðið nú að reykræsta.

Á þessari stundu er ekki vitað hvort hann hefur skemmt eitthvað af birgðum, sem þar eru geymdar, en það verður kannað strax að reykræstingu lokinni. Sömuleiðis verður rannsakað hvað olli því að eldur kviknaði í lyftaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×