Innlent

Glúmur en ekki Jón Baldvin sem henti erindrekanum í laugina

Jakob Bjarnar skrifar
Glúmur Baldvinsson hlær að sögum um meinta ósæmilega hegðun föður síns.
Glúmur Baldvinsson hlær að sögum um meinta ósæmilega hegðun föður síns.
Frá því er greint í nýrri bók eftir Björn Jón Bragason, „Bylting – og hvað svo“, og DV slær því upp, að Jón Baldvin Hannibalsson hafi í sinni tíð sem sem sendiherra, hent háttsettum starfsmanni sendiherra bandaríska sendiráðsins í sundlaug við sendiherrabústað Íslands í Washington.

Höfundur telur þetta atvik og önnur, sem rekja megi til meintrar ósæmilegrar hegðunar Jóns Baldvins, hafa orðið til að veikja diplómatísk samskipti Íslands og Bandaríkjanna. „Höfundur hefur heimildir fyrir því að íslenska utanríkisráðuneytinu hafi ítrekað borist kvartanir vegna ósaæmilegs háttalags fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, Jóns Baldvins Hannibalsson,“ segir í bókinni.

Nú hefur Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins, stigið fram og hlær að þessari frásögn. „Þessi saga er engri lík. Dásemd,“ segir Glúmur á Facebooksíðu sinni og lætur fylgja með broskall til marks um að honum sé skemmt. „Reyndar var það ég sem henti einhverjum erindreka í laugina. En það var bara af því að hann bað um það. Og allt í gamni. Verst að jakkaföt hans skruppu eitthvað saman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×