Innlent

Kerecis vann til Íslensku þekkingarvarðlaunanna

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Yfirskrift verðlaunanna var „verðmætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda“
Yfirskrift verðlaunanna var „verðmætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda“
Fyrirtækið Kerecis hlaut Íslensku Þekkingarverðlaunin í ár. Kerecis ásamt ORF Líftækni og Carbon Recycling International voru tilnefnd til þekkingarverðlauna Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Kerecis hefur unnið að því að vinna verðmæti úr afurðum sem falla úr

nýtingu en yfirskrift verðlaunanna var „verðmætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda.“

Fyrirtækið hefur þróað tæki til að vinna stoðefni úr þorskroði, meðal annars efni til að meðhöndla alvarleg sár.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari verðlaunanna, afhenti Guðmundi F. Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Kerecis verðlaunin á Íslenska þekkingardeginum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×