Óundirbúinn borgarstjóri slær sér á brjósti Óttarr Guðlaugsson skrifar 18. apríl 2015 14:31 Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir af íbúum Grafarholts- og Úlfarsárdals sáu sér fært að mæta til fundar með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á fimmtudag en hátt í þriðja hundrað manns voru þar samankomnir til að hlusta á borgastjórann ræða um málefni hverfisins. Á meðal þess sem fram kom í erindi Dags á fundinum var að borgaryfirvöld hyggðust fara út í gríðarlegar byggingaframkvæmdir í hverfinu á næstu árum og raunar lýsti borgarstjórinn því ítrekað sem svo að þetta yrðu stærstu byggingaframkvæmdir í sögu Reykjavíkurborgar. Sjálfur leyfi ég mér að efast um réttmæti slíkra fullyrðinga enda þyrftu fyrrnefndar framkvæmdir þá að vera stærri en t.d. Hellisheiðavirkjun sem kostaði í kringum 100 milljarða króna, Harpa sem kostaði litla 33-37 milljarða króna (en borgin bar 46% af þeim kostnaði) og svo auðvitað höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur sem kostuðu borgarbúa á milli 9-10 milljarða á núvirði að mig minnir. Þessar fullyrðingar borgarstjórans virkuðu því þannig á mig að borgarstjórinn væri að berja sér um brjóst með innantómum slagorðum frekar en að hann hygðist raunverulega lyfta einhverju grettistaki í málefnum hverfisins. Borgarstjórinn minntist oftar en einu sinni á kostaðinn við byggingarnar en aldrei nefni hann þó, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar fundarmanna, hvað ætti að koma á móti upp í þann kostnað, eins og t.d. sala á byggingalóðum, landsvæði FRAM í Safamýri eða mögulega sá sparnaður sem borgin hefur hlotið af því að standa ekki við gerða samninga við FRAM og íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals á síðustu árum. Tölur yfir þennan sparnað hljóta að vera til í ráðhúsi borgarinnar en eitthvað segir mér þó að borgarmeirihlutinn sé tregur til að ræða þær. Þá kom það mér mjög á óvart hversu illa undirbúinn borgarstjórinn var fyrir íbúafundinn. Hann virtist vera afar illa að sér í málefnum hverfisins, sem verður að teljast skrýtið í ljósi alls þess sem á undan er gengið, og sagðist m.a. ekki kannast við fyrirhugaða íbúabyggð við Reynisvatn – Íbúabyggð sem sett var inn í nýsamþykkt aðalskipulag borgarinnar þrátt fyrir ítrekuð og hávær mótmæli íbúa hverfisins sem vildu losna við reit Þ103 úr fyrrnefndu skipulagi (sjá hér). Þá átti hann erfitt með að svara spurningum íbúa um skort á grunnþjónustu, t.d. voru tún slegin aðeins einu sinni í fyrra og enn bólar ekkert á leikvelli við Reynisvatnsás sem byggja átti fyrir ári síðan. Loks var ekki annað að sjá en að íbúar hverfisins hafi verið slegnir þegar þeir heyrðu borgarstjórann reyna að sannfæra þá um mikilvægi þess að uppbygging útisundlaugar við Sundhöll Reykjavíkur yrði kláruð á undan uppbyggingu sundlaugar í Grafarholti- og Úlfarsárdal, hverfi þar sem enga sundlaug er að finna og grunnskólabörnum hefur árum saman verið ekið í rútu Árbæ, Grafarvog og nú til Mosfellsbæjar til að stunda skólasund. Af einhverjum ástæðum virtust íbúar hverfisins ekki spenntir fyrir því að þetta ófremdarástand héldi áfram til ársins 2022 og raunar virtist sú óánægja koma flatt upp á borgarstjórann sem eflaust hefur talið sjálfsagt að íbúar hverfisins sýndu því skilning að gæluverkefni í miðbæ borgarinnar njóti forgangs yfir lögbundna grunnþjónustu í úthverfunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sundhöllin í Reykjavík stendur í íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal „Er það vegna þess að þú býrð í miðbænum?“ spurði íbúi í Grafarholti og Úlfarsárdal á íbúafundi með borgarstjóranum í Reykjavík í kvöld. 16. apríl 2015 22:45 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir af íbúum Grafarholts- og Úlfarsárdals sáu sér fært að mæta til fundar með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á fimmtudag en hátt í þriðja hundrað manns voru þar samankomnir til að hlusta á borgastjórann ræða um málefni hverfisins. Á meðal þess sem fram kom í erindi Dags á fundinum var að borgaryfirvöld hyggðust fara út í gríðarlegar byggingaframkvæmdir í hverfinu á næstu árum og raunar lýsti borgarstjórinn því ítrekað sem svo að þetta yrðu stærstu byggingaframkvæmdir í sögu Reykjavíkurborgar. Sjálfur leyfi ég mér að efast um réttmæti slíkra fullyrðinga enda þyrftu fyrrnefndar framkvæmdir þá að vera stærri en t.d. Hellisheiðavirkjun sem kostaði í kringum 100 milljarða króna, Harpa sem kostaði litla 33-37 milljarða króna (en borgin bar 46% af þeim kostnaði) og svo auðvitað höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur sem kostuðu borgarbúa á milli 9-10 milljarða á núvirði að mig minnir. Þessar fullyrðingar borgarstjórans virkuðu því þannig á mig að borgarstjórinn væri að berja sér um brjóst með innantómum slagorðum frekar en að hann hygðist raunverulega lyfta einhverju grettistaki í málefnum hverfisins. Borgarstjórinn minntist oftar en einu sinni á kostaðinn við byggingarnar en aldrei nefni hann þó, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar fundarmanna, hvað ætti að koma á móti upp í þann kostnað, eins og t.d. sala á byggingalóðum, landsvæði FRAM í Safamýri eða mögulega sá sparnaður sem borgin hefur hlotið af því að standa ekki við gerða samninga við FRAM og íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals á síðustu árum. Tölur yfir þennan sparnað hljóta að vera til í ráðhúsi borgarinnar en eitthvað segir mér þó að borgarmeirihlutinn sé tregur til að ræða þær. Þá kom það mér mjög á óvart hversu illa undirbúinn borgarstjórinn var fyrir íbúafundinn. Hann virtist vera afar illa að sér í málefnum hverfisins, sem verður að teljast skrýtið í ljósi alls þess sem á undan er gengið, og sagðist m.a. ekki kannast við fyrirhugaða íbúabyggð við Reynisvatn – Íbúabyggð sem sett var inn í nýsamþykkt aðalskipulag borgarinnar þrátt fyrir ítrekuð og hávær mótmæli íbúa hverfisins sem vildu losna við reit Þ103 úr fyrrnefndu skipulagi (sjá hér). Þá átti hann erfitt með að svara spurningum íbúa um skort á grunnþjónustu, t.d. voru tún slegin aðeins einu sinni í fyrra og enn bólar ekkert á leikvelli við Reynisvatnsás sem byggja átti fyrir ári síðan. Loks var ekki annað að sjá en að íbúar hverfisins hafi verið slegnir þegar þeir heyrðu borgarstjórann reyna að sannfæra þá um mikilvægi þess að uppbygging útisundlaugar við Sundhöll Reykjavíkur yrði kláruð á undan uppbyggingu sundlaugar í Grafarholti- og Úlfarsárdal, hverfi þar sem enga sundlaug er að finna og grunnskólabörnum hefur árum saman verið ekið í rútu Árbæ, Grafarvog og nú til Mosfellsbæjar til að stunda skólasund. Af einhverjum ástæðum virtust íbúar hverfisins ekki spenntir fyrir því að þetta ófremdarástand héldi áfram til ársins 2022 og raunar virtist sú óánægja koma flatt upp á borgarstjórann sem eflaust hefur talið sjálfsagt að íbúar hverfisins sýndu því skilning að gæluverkefni í miðbæ borgarinnar njóti forgangs yfir lögbundna grunnþjónustu í úthverfunum.
Sundhöllin í Reykjavík stendur í íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal „Er það vegna þess að þú býrð í miðbænum?“ spurði íbúi í Grafarholti og Úlfarsárdal á íbúafundi með borgarstjóranum í Reykjavík í kvöld. 16. apríl 2015 22:45
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun