„Reiðhjólamenn græða ekki á bensínlækkun“ Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 13:55 Þingmaður Framsóknarflokksins segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hafa tekist dæmalaust vel og komi meðal- og lágtekjufólki til góða. Þingmenn Vinstri grænna benda hins vegar á að um 20 milljarðar fari til tekjuhæstu heimila landsins og yngsti hópurinn fái minnst. Þingmenn vinstri grænna gagnrýndu það á Alþingi í morgun hvernig skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar dreifist á heimili landsins, samkæmt skýrslu fjármálaráðherra sem formaður flokksins óskaði eftir. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði leiðréttinguna fela í sér mikla tilfærslu fjármuna milli kynslóða. „Uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. Það er að segja unga fólkið sem keypti íbúðir á þessum óhagstæðu árum fær minnst,“ sagði Steingrímur. Stærstur hluti leiðréttingarinnar færi skiljanlega til höfuðborgarsvæðisins. „Tuttugu milljarðar fara til hinna tekjuhæstu. Þeirra tveggja tekjutíunda sem eru með sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira. Þeir fá tuttugu milljarða af þessum sjötíu,“ segir Steingrímur. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að það séu tólfhundruð og heimili sem hafa fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir það að það eru 55,800 heimili sem skipta með sér um 88,5 milljörðum króna. Og hvernig skiptist þetta? Þetta skiptist gróflega þannig að stærsti hluti þessar leiðréttingar kemur í hlut þeirra sem eru með meðaltekjur og minni,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók undir með flokksbróður sínum Steingrími. „Og auðvitað er ekki hægt að segja að þetta sé almenn aðgerð eins og stjórnarmeirihlutinn hefur haldið hér fram og það er rakið afskaplega vel að svo er ekki,“ sagði Bjarkey. Þorsteinn sagði rangt að ekki væri um almenna aðgerð að ræða. Algeng leiðrétting væri uppá 1,5 milljónir sem þýddi lækkun greiðslubyrði um tíu til tólf þúsund krónur á mánuði og að auki bættist séreingarsparnaður við. Samanlagt gætu þessar leiðir lækkað greiðslubyrði meðaltekjuhjóna húsnæðisláns til tuttugu ára um sex milljónir króna. „Þegar þessi aðgerð kom fyrst til fóru menn að leita að þeim sem ekki fengu lausn. Leigjendur fengu t.d. ekki lausn af því að þeir voru ekki með húsnæðisskuldir. Alveg eins og reiðhjólamenn græða ekki á bensínlækkun. Það er bara svoleiðis,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hafa tekist dæmalaust vel og komi meðal- og lágtekjufólki til góða. Þingmenn Vinstri grænna benda hins vegar á að um 20 milljarðar fari til tekjuhæstu heimila landsins og yngsti hópurinn fái minnst. Þingmenn vinstri grænna gagnrýndu það á Alþingi í morgun hvernig skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar dreifist á heimili landsins, samkæmt skýrslu fjármálaráðherra sem formaður flokksins óskaði eftir. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði leiðréttinguna fela í sér mikla tilfærslu fjármuna milli kynslóða. „Uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. Það er að segja unga fólkið sem keypti íbúðir á þessum óhagstæðu árum fær minnst,“ sagði Steingrímur. Stærstur hluti leiðréttingarinnar færi skiljanlega til höfuðborgarsvæðisins. „Tuttugu milljarðar fara til hinna tekjuhæstu. Þeirra tveggja tekjutíunda sem eru með sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira. Þeir fá tuttugu milljarða af þessum sjötíu,“ segir Steingrímur. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að það séu tólfhundruð og heimili sem hafa fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir það að það eru 55,800 heimili sem skipta með sér um 88,5 milljörðum króna. Og hvernig skiptist þetta? Þetta skiptist gróflega þannig að stærsti hluti þessar leiðréttingar kemur í hlut þeirra sem eru með meðaltekjur og minni,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók undir með flokksbróður sínum Steingrími. „Og auðvitað er ekki hægt að segja að þetta sé almenn aðgerð eins og stjórnarmeirihlutinn hefur haldið hér fram og það er rakið afskaplega vel að svo er ekki,“ sagði Bjarkey. Þorsteinn sagði rangt að ekki væri um almenna aðgerð að ræða. Algeng leiðrétting væri uppá 1,5 milljónir sem þýddi lækkun greiðslubyrði um tíu til tólf þúsund krónur á mánuði og að auki bættist séreingarsparnaður við. Samanlagt gætu þessar leiðir lækkað greiðslubyrði meðaltekjuhjóna húsnæðisláns til tuttugu ára um sex milljónir króna. „Þegar þessi aðgerð kom fyrst til fóru menn að leita að þeim sem ekki fengu lausn. Leigjendur fengu t.d. ekki lausn af því að þeir voru ekki með húsnæðisskuldir. Alveg eins og reiðhjólamenn græða ekki á bensínlækkun. Það er bara svoleiðis,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira