Býst við að dýrara verði að framleiða vörur í Kína framtíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Á sýningu Marels í Kaupmannahöfn á framleiðslutækjum í hvítfiskiðnaði voru um 200 gestir víðsvegar að úr heiminum auk tuga starfsmanna Marels. Mynd/Sveinbjörn Úlfarsson Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira