Býst við að dýrara verði að framleiða vörur í Kína framtíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Á sýningu Marels í Kaupmannahöfn á framleiðslutækjum í hvítfiskiðnaði voru um 200 gestir víðsvegar að úr heiminum auk tuga starfsmanna Marels. Mynd/Sveinbjörn Úlfarsson Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira