Bandarísku dýraverndunarsamtökin PETA hafa valið leikkonuna Ellen Page og leikarann Jared Leto kynþokkafyllstu grænmetisætur heims árið 2014.
Í rökstuðningi samtakanna fyrir valinu segir meðal annars að Ellen sé ekki aðeins leikkona sem hefur í nægu að snúast heldur einnig feministi, umhverfissinni, aðgerðarsinni og frumkvöðull.
„Það gerist ekki kynþokkafyllra,“ er einnig skrifað um þessa hæfileikaríku leikkonu.
„Jared er 42ja ára og hefur ekki elst í tuttugu ár,“ segir í umsögn um leikarann Jared Leto sem hefur verið grænmetisæta síðan hann var táningur.
Aðrar stjörnur sem komast á listann eru Jessica Chastain, Kristen Wiig, Russell Brand, Olivia Wilde, Natalie Portman og Carrie Underwood.
Þetta eru kynþokkafyllstu grænmetisætur heims
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið

Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“
Tíska og hönnun




Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg
Tíska og hönnun



Vók Ofurmenni slaufað
Gagnrýni

